Bush verður fyrir skóárás í síðustu Íraksferðinni

Bush gets the boot
Mér fannst það kaldhæðnislegt að George W. Bush skyldi næstum því fá skó í hausinn í síðustu ferðinni til Íraks sem forseti Bandaríkjanna og það á þeim degi þegar fimm ár voru liðin frá því að Bandaríkjamenn handtóku Saddam Hussein. Bush hefur verið mjög umdeildur forseti og lætur af embætti sem einn óvinsælasti þjóðhöfðingi í sögu Bandaríkjanna. Ljóst er að sögulegur sess hans er tryggur og væntanlega munu bókafyrirtækin keppast við að gefa út ævisöguna frá hans sjónarhóli þegar Bush flytur til Texas.

Ég hugleiði reyndar hvað muni eiginlega breytast þegar George W. Bush lætur af embætti. Kannski verður veröldin önnur og ógnirnar aðrar þegar hann lætur af embætti. Hver veit. Ég efast samt um að Osama Bin Laden hætti að minna á sig þó Bush fari af hinu pólitíska sviði. Barack Obama hefur enn ekki gefið neitt til kynna að utanríkisstefna hans verði mjög frábrugðin því sem var í tíð George W. Bush og fékk fyrstu hótunina frá Bin Laden innan við sólarhring eftir forsetakjör sitt. Sú ógn vofir enn yfir.

Obama valdi varnarmálaráðherra Bush-stjórnarinnar sem varnarmálaráðherra sinn. Engin merki eru um mikla uppstokkun á málum í Írak, þó kannski verði fókusinn meiri á Afganistan í forsetatíð Obama en hún var hjá Bush. Obama er farinn að draga í land með brottflutning bandaríska heraflans og hefur sett fram ítarlega stefnumörkun til að verja Ísrael gegn árásum frá Íran. Þar er hótað gjöreyðandi kjarnorkuárásum á Íran ráðist þeir á Ísrael.

Engin merki eru um að Palestína verði stórmál hjá Obama. Tryggðin við Ísrael verður algjör. Svo er auðvitað táknrænt að á öllum póstum í utanríkispólisíu Obama eru einstaklingar sem studdu innrásina í Írak. Utanríkisstefnan virðist við fyrstu sýn mjög lík þeirri sem hefur verið við lýði. Væntanlega verður bara skipt um haus á hatursgrímu Bandaríkjanna sem mögnuð hefur verið fyrir botni Miðjarðarhafs.


mbl.is Bush varð fyrir skóárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband