Reynir á að hafa vit á að segja af sér sem ritstjóri

Ég er alveg hissa á því að Reynir Traustason sé ekki búinn að segja af sér sem ritstjóri DV eftir að hafa verið staðinn að lygum og reyna að eyðileggja orðspor ungs heiðarlegs blaðamanns. Ekki verður umflúið fyrir hann að greina frá því hver það var sem vildi drepa blaðið og vega að því. Tími hinna hálfkveðnu vísa er liðinn og þarf að segja söguna alla.

Reynir hefur misst trúverðugleikann með atburðum dagsins og er nauðugur einn kostur að segja sig frá ritstjórastöðunni og í leiðinni ljóstra upp um atburðarásina. Hans staða er óverjandi í fjölmiðlastörfum framvegis nema hann stígi fram og segi algjörlega hvað var á bakvið hótunina. Nú þegar lygin er opinber þarf að botna fyrripartinn.

En Reynir var sannarlega tekinn. Hann sá ekki fyrir að strákurinn væri það snjall að taka upp samtalið og eiga það í bakhöndinni ef ritstjórinn myndi reyna að vega að honum síðar. Blaðamaðurinn baktryggði sig algjörlega áður en hann hóf þessa atburðarás og var undir allt búinn. Hann er sigurvegarinn í þessari rimmu.

Svo er spurningin hvað verður um fjölmiðil sem ljóst er að hægt er að hafa áhrif á og stjórna með hótunum og yfirboðum. Ég er viss um að Reynir myndi skrifa harðorðan leiðara um slíka menn ef það væri annar en hann sjálfur. Trúverðugleikinn er farinn, hann fæst ekki aftur svo glatt.

mbl.is Íhugar málsókn gegn Kastljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Hvernig á hann að "segja af sér".  Ekki var hann kosinn til starfans.  Áttu ekki við að hann "segi upp"?

Annars er ég sammála þér.  Honum er ekki sætt í starfinu, trausti rúinn.   Vonandi heldur Jón Bjarki áfram að bera sannleikanum vitni.  

Annars er færsla mín um málið hér.

Sveinn Ingi Lýðsson, 16.12.2008 kl. 09:52

2 Smámynd: Guðmundur Jóhannsson

Er ekki merkilegt að þessi maður sé í vinnu, jú hann er í vinnu vegna þess að hann er og hefur verið notaður af eigendum sínum til að ata aðra aur og skít um margar ára skeið.  Hann er staðin af lygum og ótrúlegum drullusokkshætti í garð fyrrum undirmanns enda ráðinn í það af þeim félögum Loftsyni og Jóhannessyni.  Getur verið að Davíð og Björn hafi veið settir í tætarann hjá þeim félögum og fjölmilum þeirra.  Hver hefur svo varið þessa fjölmiðlaeinokun, jú Forseti lýðveldisinns og Ingibjörg Sólrún.  Ég er farin að halda að hatur manna á Davíð og Birni Bjarna sé það eina sem drífur þetta þjóðfélag áfram, engum dettur í hug að gagnrýna aðra og ekki má nú segja neitt um forsetann sem var EKKI kosinn af meirihluta þjóðarinnar.  Ég er nú ekki hrifinn að þjóðnytingu en núna væri þjóðarhagur af því að þjóðnýta alla þessa Baugsmiðla eða hvað þetta annars drasl heitir.

Guðmundur Jóhannsson, 16.12.2008 kl. 16:07

3 identicon

Það er áhugavert að setja stóru hlutina í samhengi. Nú er fréttastofa RÚV í fjárhagskröggum þannig að fréttamenn þar ná ekki að vinna almennilega rannsóknarvinnu. Þeir sem stjórna fjármagninu stjórna þjóðfélaginu og umræðunni. Það hefur sjaldan verið meiri þörf fyrir óháða umfjöllun.

Jóhann (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 16:22

4 identicon

Þessi umræða um fjölmiðla ekki síður en eignarhald fyrirtækja og banka er þjóðarnauðsyn. Nú reynir á að segja sannleikann. Litlir karlar á borð við ritstjóra dagblaða og ótalda blaðamenn, þingmenn, stjórnarmenn fyrirtækja í þeirra eigu, bílstjóra hassflassa, dagskrárgerðarmenn vítt og breitt enda nafnið opið, eru bara small potatoes þegar við ræðum eignarhald fyrirtækja á Íslandi. Allt er falt. Allt er þetta keypt. Hingað til hefur þjóðin verið þeirrar skoðunar að Jón Ásgeir sé saklaus af öllum ákærum af því að það er svooooo ódýrt í Bónus. Hvað segir þjóðin núna þegar eigandi Bónuss er búinn að skuldsetja þjóðina til helvítis? Sést Bónuspokinn í næstu heimsókn Jóns Ásgeirs í dómssal? Getur skuldsetjari andskotans kennt Davíð um það og allt hitt? Ætlar þjóðin að trúa því? Nú er búið að afhjúpa einn fjölmiðil JAJ (hann gerði það reyndar sjálfur) og einn ritstjóri orðinn gersamlega ómerkur og gagnslaus. Hver er næstur? Það eina sem ég óttast núna er að þjóðin trúi ekki því augljósa. Því það er svoooooo ódýyyyyyrt í Bónus.

Helgi (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband