Heiður að veði - stund sannleikans í bönkunum

Ég átti satt best að segja ekki von á öðru en Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson myndu neita öllum sögusögnum um óeðlilegar eða ólöglegar millifærslur í Kaupþingi í aðdraganda bankahrunsins. Heiður þeirra er undir og auðvitað reyna þeir að verja hann. Þeir hafa þó að mörgu leyti þegar tapað þeim heiðri og virðingu sinni í umrótinu í hruninu. Reiði fólks í þeirra garð er mjög skiljanleg og allra annarra sem hafa spilað djarft og tekið þjóðina með sér í fallinu, saklaust fólk sem tók engan þátt í spilavítisleiknum.

Mikilvægt er að fá hið sanna fram í málinu, bæði til að hreinsa þá af grun sem eru sakaðir um alvarleg brot eða þá að fá það óyggjandi í ljós að orðrómurinn sé sannur. Leitin að sannleikanum er mjög mikilvæg hjá öllum bönkunum. Kortleggja allt sem gerðist og gera það opinbert. Engin þjóðarsátt verður við úrvinnsluna úr rústunum nema að byggð sé traust undirstaða og reynt að eyða allri tortryggni og efasemdum. Nóg er af þeim núna. Traustið er ekkert. Ég skil það líka mjög vel.

Stjórnvöld hafa ekki staðið sig nægilega vel í að eyða efasemdum og tortryggni en hafa enn tíma til stefnu áður en þau verða að fara í kosningar og gera öll mál síðustu mánaða upp í eitt skipti fyrir öll.

mbl.is Engar ólögmætar færslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú segir að stjórnvöld hafi ekki staðið sig nægilega vel.  Ég myndi orða það öðruvísi.  Sjórnvöld hafa staðið sig afar illa. 

Í fyrsta lagi:  Þau setja þær reglur sem við eigum að fara eftir

Í öðru lagi: Þau dásömuðu nýfrjálshyggjuna sem komið hafa okkur í koll

Í þriðja lagi: Hafa þau sofið á verðinum, skellt skollaeyrum við aðvörunum allt síðasta ár og neita að horfast í augu við það.

Í fjórða, fimmta, sjötta............. hafa þau rænt bæði mig og þúsundir annarra svefni vegna slælegrar framgöngu síðustu þrjá mánuði.

Þessi stjórnvöld eiga að segja af sér og biðja mig og þig afsökunar.

Tek það fram að ég hef stutt þessa stjórn og ég skammast mín fyrir það.

Ingibjörg Friðriksdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 06:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband