Ofbeldi og skemmdarverk á Austurvelli

Ekki er hægt að túlka aðförina að Kryddsíld Stöðvar 2 öðruvísi en sem árás að lýðræðislegri umræðu í fjölmiðlum landsins. Engum er það til sóma að hafa beitt líkamlegu ofbeldi gagnvart starfsmönnum Stöðvar 2. Enn furðulegra er að sjá einhverja reyna að verja slíkt með vandræðalegum hætti, allt í nafni laugardagsmótmælanna á Austurvelli. Ef þessi skrílslæti eru framlenging á þeim mótmælum sem verið hafa á Austurvelli og Akureyri síðustu vikur er ekki nema von að spurt sé hvert stefni.

Skemmdarverkin á þættinum og eigum stöðvarinnar er fyrir neðan allt og þeim sem voru þarna til skammar. Þetta fór yfir öll mörk. Þegar farið er að snúa útsendingu fjölmiðla upp í skemmdir og ofbeldi er skotið yfir markið og ég held að þeir sem þarna voru hafi ekki grætt mikið á þessari lágkúrulegu framkomu.

Mér finnst sjálfsagt að fólk hafi skoðanir og tjái þær, geti líka mótmælt vilji það koma einhverju á framfæri. En þessi árás að sjónvarpsþætti var engum til sóma.


mbl.is Fólk slasað eftir mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það átti alsekki að halda þennan þayy með formennum flokkanna.

Það er margbuið a'ð koma í ljos að að þeir hafa ekkert að segja þjóðinni nema sömu  vitleysuna aftur og aftur.þessir með eru buinir  með sitt siðasta það þarf annað fólk til að stjórna. Það er öllum ljóst að þeir hafa í samneiningu komið þjóðinni í þennan vanda sem hun er í. þjóðstjorn eða utanþingsstjorn strax.

þeir sem bera mesta ábyrgina eiga að taka pokann sinn.Allir flokkar samsekir.

Árni Björn Guðjónsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 16:45

2 identicon

en aftur á móti má einnig velta fyrir sér hvort þetta sé ekki það sem koma skal! ég meina af hverju má ekki búast við að það fari að færast harka í hlutina akkúrat þegar í rauninni allir eru á því að það sé farið að kula í þessum mótmælum! Kemur ekki á óvart! Af hverju voru menn með  Kryddsíldina þá á Borginni. Menn máttu búast við þessu?

Stefán Jónsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 18:04

3 identicon

Hvað hefur verið til sóma í þjóðfélaginu undanfarið?   Jú, mótmælin hafa að mestu verið til sóma.    Flest eða allt hefur verið til skammar sem að stjórnvöldum snýr og er ekki hægt að álykta annað en verið sé að fela og eyða sönnunargögnum um afbrot.  Árangur 12 friðsamlegra mótmælafunda hefur enginn verið svo sýnilegt sé og því eðlilegt að skaphiti hlaupi í fólk!     Að taka upp steina og grýta er ófyrirgefanlegt svo og að berja sjónvarpsfólk en að skemma sjónvarpsvélar og brenna sundur leiðslur er bara eðlilegt - markmið mótmælanna var jú að trufla útsendingu Kryddsíldarinnar.  Ég hefði haft með mér klippur og klippt á tengingarnar ef ég hefði verið með.   Ég minni bara á ofbeldi íslendinga gegn bretum í þorskastríðunum.     Það má alveg með réttu bera þetta saman - stjórnvöld hafa misþyrmt lýðræðinu og ætla svo að spjalla um málin sín á milli í boði Ríó Tintó Alkan.     Ekki tala við eða hlusta á fólkið!    Og Stöð tvö átti alla kosti að flytja þáttinn eitthvað annað svo þetta var sjálfskaparvíti - jafnvel viljandi!

Ragnar Eiríksson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 19:41

4 identicon

ekki trúa fjölmiðlunum, það var ekkert ofbeldi, bara stimpingar.  Löggan var sú sem var með mestu lætin. Það var engin árás. Kannski missti myndatökumaður myndavél við stimpingarnar en þá getur hann sjálfum sér um kennt með því að vera rangt staðsettur. Það gerðist mjög lítið þarna og þetta er því bara áróður Stöðvar 2 sem eru reiðir því kryddsíldin var skemmd með látum mótmælenda. Þessir kaplar eru svo líka það þykkir að það er hreint ótrúlega erfitt að skemma þá.

Ari (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 23:18

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Æi, það heyrði hálf þjóðin hvað gekk á og hvers vegna kryddsílarþátturinn var ekki kláraður.

Bara sorglegt mál.

Jón Halldór Guðmundsson, 1.1.2009 kl. 03:44

6 identicon

Árni Björn !

Eigum við að stjórna hvað sjónvarpsstöð vill sýna ?

Þvílíkt bull, alveg sama havað fólki finnst um þessa menn, þá réttlætir þessi hegðun fólk ekki svona bull rök !

Þetta fór langt útfyrir all sem er eðlilegt og lögreglan brást hárrétt við.

Virðist vera fámennur hópur sem ítrekað reynir að stofna til óláta.

Þeir eru bara ekkert betri !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband