Táragas á Austurvelli - óeirðir að skella á?

Ég verð að segja að ég er ekki hissa á því að táragasi sé beitt á Austurvelli sé það rétt að gangstéttarhellu hafi verið kastað í lögregluþjón og reynt að ráðast beint að þeim. Slíkar aðgerðir verða aðeins til þess að lögreglan svarar á móti með ofbeldi. Mér sýnist því miður þetta stefna í óeirðastíl á Austurvelli og tel að það sé verulegt áhyggjuefni að mótmælendur ráðist beint að lögreglunni við skyldustörf sín. Slíkt getur ekki endað nema illa.

Óeirðirnar á Austurvelli 30. mars 1949 eru ógleymanlegur hluti af Íslandssögunni og svipmyndir þess dags vel varðveittar í frásögn af inngöngunni í Nató, sem þrátt fyrir mikla ólgu á þeim tíma, reyndist mikið gæfuspor og enginn lagði í að stöðva síðar meir. Nú virðast þessir sögulegu atburðir að endurtaka sig á Austurvelli að einhverju leyti og það að beitt sé táragasi markar viss þáttaskil í þessari ólgu.


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

lastu ekki fréttirnar í samhengi...löggann fékk í síg múrstein eftir að það hafði verið beitt táragasi í fyrra skiftið

thorsteinn (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:26

2 Smámynd: Historiker

Held reyndar að gangstéttarhellan hafi verið eftir gasið .... og er þá einnig skiljanlegt.

Historiker, 22.1.2009 kl. 01:38

3 identicon

Lesa fréttirnar, ekki bara taka úr þeim stikkorð.

Að því gefnu að þú sért að tala um þessa frétt, en ekki einhverja aðra sem ég hef ekki enn séð, þá kemur það skýrt fram að músteinum var grýtt að lögreglu eftir að fyrsta táragasskýið leystist upp.

En auðvitað er ég samt sammála því að það sé hræðilegt að þessi sögulegu mótmæli séu að leysast upp í óeirðir. Miðað við það sem ég hef séð sl. tvo sólarhringa er það hins vegar greinilegt að ábyrgðina á því ber lítill hópur einstaklinga beggja vegna víglínunnar, þ.e. bæði öfgamótmælendur og öfgalögregluþjónar.

Kristján Skúlason (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:47

4 Smámynd: Jón Arnarr

Það er á ábyrgð sitjandi stjórnar hvernig komið er og þeir ættu að sjá sóma sinn í að hunskast til að segja af sér og boða til kostninga, öðruvísi skapast ekki friður í landinu. Þetta eru landráðamenn og hafa sjálfstæðis- og framsóknarmenn farið fyrir og boðið upp á sukkið sem við erum að súpa seiðið af. 

Jón Arnarr , 22.1.2009 kl. 01:49

5 Smámynd: Kristján Logason

Ehh Stefán eftir ágætan fyrrihluta setur þig svolítið niður við seinnihluta sögufölsun.

Þú átt ekki að þurfa að láta svona vitleysu út úr þér

Kristján Logason, 22.1.2009 kl. 01:50

6 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Skilst reyndar að gangstéttarhellunum hafi ekki verið kastað fyrr en eftir gasárásina vanhugsuðu. Byltingin verður ekki barin niður.

Björn Bjarnason er sami karakter og lyddan faðir hans var, enda báðir Bilderberg skósveinar og landráðamenn.

Georg P Sveinbjörnsson, 22.1.2009 kl. 02:48

7 identicon

Ég vil samt benda þér á að lögreglan var fyrst til að beita táragasinu. Eftir fyrstu bombuna færðist æsingur í fólkið og gangstéttarhellur fengu að fljúga.

Atli Freyr Friðbjörnsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 03:05

8 Smámynd: Kristján Logason

Hef fengið aðeins betri lýsingu á atburðarás þó ekki sé hún fullkomin. Var ekki á staðnum sjálfur sökum augnþreytu.

Lögregla stóð í stappi við fúlmenni bak við hús sem grýttu hana. Hún réð niðurlögum þeirra en megninu tókst að hlaupa í burtu og  blandaði sér inn í hóp friðsamra mótmælenda sem voru á austurvelli.

Lögreglan varð fúl yfir þessu og gasaði allt svæðið með táragasi.

Hér er ó afsakanleg hegðun af fámennum hópi villimanna og einnig af lögreglu.

Eftir þetta varð allt vitlaust og grjótkast jókst því miður. 

Vildi koma þessu á framfæri því hafa skal það sem sannara reynist og því betri og sannari heildar mynd af atburðum sem við getum fengið, því auðveldara verður að gera hlutina upp eftir á og greina rangt frá réttu. 

Kristján Logason, 24.1.2009 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband