Davíð í góðu skjóli af verkum Ögmundar

Skemmtilegasta frétt dagsins hlýtur að vera að Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og alþingismaður að auki, hafi tryggt svo mjög réttindi opinberra starfsmanna að erfitt verði fyrir hundraðdaga vinstristjórnina að láta Davíð Oddsson, Eirík Guðnason og Ingimund Friðriksson fara. Eflaust verður það mjög dýrt og mikið verk fyrir vinstrimenn að leggja í. Um Davíð hljóta að gilda reglur um opinbera starfsmenn, þó mörgum sé mjög illa við hann.

En hvernig er það með hann Ögmund, þarf hann ekki að segja af sér sem formaður BSRB þegar hann verður heilbrigðis og félagsmálaráðherra (skv. almannarómi) í vinstrabixinu? Svona svo hann sé ekki bullandi vanhæfur.

mbl.is Davíð undir væng Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

ekkert heyrist frá vinstrimönnum um það. Sæi hinsvegar upplitið á þeim ef Formaður LÍÚ yrði skipaður Sjávarútvegsráðherra. þá myndi nú eitthvað heyrast. einnig það Steingrímur með Jarðfræðigráðu sína sé hæfari en Árni Matt með Dýralæknisgráðu.

Þetta kallast einfaldlega, hroki og tvískinnungsháttur. Vinstri menn í gegnum áratuginni hafa alltaf verið með tvöfalt siðgæði. eitt fyrir alla aðra og síðan eitt fyrir sig þar sem þeir eru undanþegnir öllu því sem þeir vilja leggja á aðra. 

Fannar frá Rifi, 28.1.2009 kl. 18:38

2 identicon

Það er ágætt að þér finnst það skemmtilegt að einhver mesti skaði þjóðarinnar þurfi að fá 30 - 40 föld árslaun verkakvenna fyrir það að eitt að gera ekki þjóðinni meira ógagn. Lísandi fyrir stjórnartíð sj.flokksins að borga manni morðfé fyrir að knésetja eigin þjóð.

Það er ekki að ástæðulasu að hinum vestræna heimi ofbýður ofríki og spillingu eins stjórnmálaflokk sem nú hefur unnið sér það til frægðar að hneppa börn þessa lands í áratuga ánauð. Davíð Oddson teiknaði þetta upp og framkvæmdi og ef maðurinn hefur snefill af jarðtengingu og viti á milli eyrnanna snáfast hann heim til sín og hefur hægt um sig í ellinni.

Það ætti að líka eiga við ykkur sem stóðu að því að knýja þetta ódýr.

G. Arngrímsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 19:23

3 Smámynd: Skafti Elíasson

Finnst þér að Dabbi eigi að hanga í seðlabankanum ?  Hvað finnst þér um að hann taki sér 70mkr fyrir að hætta ?

Skafti Elíasson, 28.1.2009 kl. 21:18

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Skemmtilegt.  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.1.2009 kl. 21:24

5 Smámynd: Kristján Logason

Ekki sú skemmtilegasta því morgunblaðið setur svo mikið niður við svona fréttaflutning.

Þetta er hins vegar findin frétt. Sýnir hveru illa mönnum líður.

Hér eru smá uppl.

Í lögum um Seðlabanka frá 1986 stendur skýrt að forsætisráðherra megi reka Seðlabankastjóra. Þessi lög eru ekki lengur í gildi. Árið 2001 komu í staðinn lög sem m.a. veita seðlabankastjórn réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.  Þess vegn er erfiðara að reka bankastjórn Seðlabanka beint, heldur eru þeir eins og hverjir aðrir opinberir starfsmenn eftir það.

 Hér er vefsíða Alþingis um Seðlabankalögin frá 2001: http://www.althingi.is//dba-bin/ferill.pl?ltg=126&mnr=675

 Þar er þingskjal 1054, frumvarp um ný lög um Seðlabanka. Flutningsmaður þingskjals 1052 er forsætisráðherra. Forsætisráðherra er þarna sjálfur Davíð Oddsson. Að leggja inn glóðvolgt frumvarp sem gerir það ofsalega mikið erfiðara að víkja seðlabankastjóra úr starfi.

Kristján Logason, 28.1.2009 kl. 21:31

6 identicon

Við vitum jú öll að vinstri menn hafa aldrei séð spillingu í eigin ranni því þeir eru svo uppteknir af því að benda á hana annarstaðar. Nú ætla þeir t.d. að byrja á því að "taka til í stjórnsýslunni strax á fyrsta degi", það hlýtur að þýða það að fara í gegnum starfstöður og henda út öllum sem þeim grunar að séu hægri menn og setja sína menn í staðinn. Honum Ögmundi hefur ekki munað um að misnota stöðu sína í BSRB fram að þessu, afhverju heldurðu að hann kristnist núna?

Adda Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:46

7 identicon

Það er svo sorglega fyndið að sjá hversu mikið stuðningsmenn Sjalla gagnrýna núna komandi ríkisstjórn fyrir það sem sjallar hafa sjálfir gert í áraraðir. Ég fagna því ef velunnurum sjallanna verður komið út og aðrir settir í staðinn ... ef það þýðir betri verk og meiri árangur.

Skömmin finnst mér líka hjá sjöllum í ríkisstjórn að þiggja biðlaunin ... bara svona til að fara alveg eftir lögum - því ekki verða þessir aðilar á mjög lágum launum sem þingmenn í stjórnarandstöðu, er það?

Sandkassaleikir eru skemmtilegir, en þegar um er að ræða fullorðið fólk á alþingi ... þá er þetta orðið sorglegt. Sjálfstæðismenn og stuðningsmenn þeirra fá vonandi langa veru í stjórnarandstöðu ... alla vega fram að kosningum 2011, því það tel ég að sé hollt öllum Íslendingum - og gott ef ekki Sjálfstæðismönnum líka.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband