Jóhanna verður heimsfræg vegna einkalífsins

Jóhanna Sigurðardóttir, verðandi forsætisráðherra, er orðin heimsfræg á einni nóttu, þó ekki vegna stjórnmálastarfa eða ummæla um stjórnarmyndun á Íslandi heldur einkalífsins síns. Sú staðreynd að hún verður fyrsti samkynhneigði forsætisráðherrann í heiminum vekur mun meiri athygli erlendis en hvað vinstristjórnin undir forystu hennar ætlar að gera eða að hún sé fyrsta konan sem verður forsætisráðherra á Íslandi.

Ég skrifaði færslu um þetta á þriðjudag en sumir sem kommentuðu þá voru undrandi á skrifunum og voru sumir frekar orðljótir. Síðan hefur þetta orðið heimsfrétt og á öllum fréttamiðlum sem ég hef litið á og sett inn nafn Jóhönnu til að leita eða séð fréttir af einhverju tagi er þetta nær einvörðungu fyrirsögnin. Kannski vekur þetta enn meiri athygli en ella því Jóhanna hefur ekki lifað opinberlegu einkalífi og passað vel upp á það.

Meira að segja Perez Hilton hefur bloggað um Jóhönnu og segir það meira en mörg orð hver verður helsta fyrirsögnin í erlendum fréttamiðlum þegar hún tekur við forsætisráðherraembættinu á laugardaginn.

mbl.is Jóhanna vekur heimsathygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir sem velta sér upp úr "einkalífi fólks", ættu nú kannski að líta sér nær.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 15:21

2 Smámynd: Hvumpinn

Enn rekur Ísland í heimsfréttirnar.  "For all the wrong reasons".

Hvumpinn, 29.1.2009 kl. 16:09

3 identicon

Fyrst að Jóhanna hefur kosið að hafa sitt einkalíf í friði, hvers vegna í ósköpum þarf að minnast á þetta í sí og æ.  Það má vel vera að tilgangur þinn með þessum lesbíuskrifum sé göfugur, en þú ert eigi síður að koma að stað og viðhalda ákveðinni orðræðu um hana.  Leyfum henni bara að sinna sínu starfi og dæmum hana eftir verkum hennar.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband