Heift og hefnigirni - engin sameining SÍ og FME?

Uppstokkunin í Seðlabankanum ber öll merki heiftar og hefnigirni í garð eins manns, þetta er pólitísk hreinsun af hálfu minnihlutastjórnar með undarlegt og óskýrt pólitískt umboð. Aðferðin er ekki boðleg og virðist vera presenteruð sem hrein hefnd, engar áminningar eru lagðar fram og farið fram með óboðlegum hætti. Hvað varð um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins sem fyrri ríkisstjórn hafði rætt um og lagt drög að? Er hún nú úr sögunni því Samfylkingin getur farið sínu fram í pólitískri heift gegn einum manni?

Hvað mun þessi heift og hefnigirni eins flokks í samstarfi við einn og blóðheitu daðri við annan kosta þjóðina? Starfslokasamningarnir verða dýrkeyptir fyrir okkur öll á þessum forsendum eins og Jón Magnússon bendir réttilega á. Valin er dýrasta og ógeðfelldasta aðferðin til uppstokkunar. Allt talið um sameiningu SÍ og FME virðist fyrir borð borin og ekki koma lengur til greina. Þetta er undarlegt veganesti og ekki mjög geðslegt.


mbl.is Pólitískar hreinsanir og heift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgmundur Örn Guðmundsson

Auðvitað er þetta pólitísk hreinsun... hreinsun sem átti að vera löngu búin.

Skaðinn er þegar orðinn of mikill... brotvikningin þolir enga bið.

Seðlabankinn á að vera skipaður mönnum sem vita hvað þeir eru að gera.

Starfslokin verða dýr ef seðlabankastjórarnir kunna sér ekki hóf og sjá ekki sinn vitjunartíma.

Björgmundur Örn Guðmundsson, 3.2.2009 kl. 16:07

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það getur kostað sitt að stíga á viðkvæmar tær, Stefán. Gildir þá einu hvort á hinum endanum er blá hönd eða með öðrum lit! Minni annars á frábært lagasafn, frá fólki sem er gersneytt umburðarlyndi, víðsýni og/eða húmor. Hér má lesa um Janteloven:

     http://www.bearcy.com/janteloven.html

Flosi Kristjánsson, 3.2.2009 kl. 16:25

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Svo sverja þessir menn af sér aðferðir komanista!!!!/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 3.2.2009 kl. 16:28

4 identicon

Er það ekki flestum ljóst að traust til stjórnar Seðlabankans er nákvæmlega engin, hvorki innlendis né erlendis? Hvort þetta sé betri eða verri lausn heldur en sameining FME og SÍ veit ég ekki um en klárt mál er að það þarf að endurvekja traust á stofnuninni og tryggja að þeir sem þar eru yfir fái ekki starfið af því að þeir hafa unnið svo vel fyrir flokkinn sinn. Seðlabankastjóri á að vera maður sem hefur rétta menntun og hefur traust viðskiptalífsins.

Einnig hlýtur maður að spyrja sig hvort þörf sé á þremur Seðlabankastjórum allaveganna er þess ekki þörf í Bandaríkjunum og er það nú umtalsvert stærra land en litla Ísland.

Óttar (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 16:30

5 identicon

Alveg er makalaust að hlusta á ykkur snata Sjálfstæðisflokksins, afhverju eruð þið að persónugera þetta þegar ljóst er að farið er fram á að BANKASTJÓRN Seðlabankans víki , þá snúið þið þessu alltaf upp í eitthvað persónulegt gagnvart Davíð. Það eru fleiri en Samfylking og Vinstri grænir sem vilja þá burt , ég er t.d Sjálfstæðismaður og tel að trúverðugleiki þessara manna sé á núlli. Hvað varðar kostnað við starfslok þessara manna þá er það smámunir miðað við hvað þeir eru búnir að kosta okkur með sínum aðgerðum  eða  aðgerðarleysi.

Jón Ágúst (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 16:33

6 Smámynd: Pax pacis

Elsku besti Stefán,

- Hefur þú ekki lesið blöð eða blogg; nú eða horft á sjónvarpið?
- Hefur þú ekki rætt við fólk í kringum þig (aðra en eitilharða Sjálfstæðismenn)?
- Hefur þú enga hugmynd um hvað fólkið í landinu, almenningur, vill og hugsar?

 Krafa fólksins er að trúverðugleiki stjórnkerfisins verði endurreistur vegna þess að það treystir því enginn lengur, hvorki Íslendingar né útlendingar, a.m.k. ekki á meðan þeir sem byggðu upp spilaborgina sitja enn við völd eða í sínum embættum. Það leika stærst hlutverk fyrrum ríkisstjórnarflokkarnir þrír (B,D og S), Fjármálaeftirlitið, Seðlabankinn og yfirmenn bankanna (fyrir utan náttúrlega auðmennina sjálfa en þeir eru því miður ekki undir stjórn ríkisins í dag).

Það sem við sjáum nú gerast er að fjármálaeftirlitið hefur verið hreinsað, bankamálaráðherra er farinn, ríkisstjórnin er farin (hér er kannski umdeilanlegt að Samfylkingin skuli aftur vera í ríkissjórn en það voru kannski ekki margir kostir í stöðunni, ef maður á að vera raunsær; að minnsta kosti er konan í brúnni traust) og til stendur að stórauka hér lýðræði og (væntanlega) möguleika almennings að knýja fram breytingar í gegnum stjórnkerfið í stað þess að berja í potta og pönnur.

Almenningur í þessu landi er almennt sammála þessari ráðstöfun ríkisstjórnarinnar og það hefur ekkert með heift gagnvart einum manni að gera, heldur er það einungis krafa um réttlæti, traust og faglegheit. 

Þetta eiga samt sumir Sjálfstæðismenn erfitt með að sjá og skilja og ég veit ekki hvort þú er úr þeim flokki.  Ég held að þeir séu þó ekki allir gegnrotnir en Sjálfstæðisflokknum væri þó hollt að byrja að tína frá vondu eplin, þá menn sem telja að fólkið eigi að þjóna ríkinu en ekki ríkið fólkinu og að sérhagsmunir eigi að ganga framar almannahagsmunum. 

Það eina sem er ógeðfellt í þessu máli er að aðalbankastjóri Seðlabankans hafi verið pólitískt ráðinn og í raun ráðinn af sjálfum sér.  Ef jafnvel örgustu hatursmenn Samfylkingarinnar sjá ekki hvílík spilling þetta er, þá þurfa þeir að fara að leita að bjálkanum í auganu á sér.

Hér hefur lengi verið lenska að valdahópar og þrýstihópar hefðu greiðari aðgang að ríkisvaldinu en aðrir.  Að fáir kæmust áfram í pólitík án þess að vera innvígðir af flokkseigendafélögum.  Að ákveðnar ættir hefðu tögl og hagldir við stjórn landsins.  Nú vona ég að slíkir tímar séu brátt liðnir og við förum að sjá annað siðferði í stjórnmálum og stjórnsýslunn, bæði hjá ríkisvaldinu og sveitastjórnum.  Það er kominn tími til.

Pax pacis, 3.2.2009 kl. 16:45

7 identicon

 Davíð uppsker eins og hann sáði.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 17:49

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

03.02.2009
Vanhæf þjóð
Nýjasta skoðanakönnunin um fylgi flokka sýnir Sjálfstæðisflokkinn stærstan. Engin ástæða er til að efast um, að það er rétt. Tæplega 30% kjósenda styðja flokkinn, ef óákveðnir skiptast hlutfallslega jafnt á flokkana. Auðvitað er þetta skelfilegt. Kjósendur styðja flokk, sem er alfa og ómega hrunsins. Allt frá upphafi frjálshyggjunnar til klúðurs í björgunarstörfum. Könnunin segir allt, sem segja þarf um þjóð, sem ekki kann fótum sínum forráð. Um vanhæfa þjóð....

Tek undir þetta!!! INNILEGA.

(WWW.jonas.is)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.2.2009 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband