Davíð ákveður að halda áfram í Seðlabankanum

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, hefur ákveðið að halda áfram sínum störfum og svarar Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í hvassyrtu en málefnalegu bréfi nú síðdegis. Þar bendir hann á að forsætisráðherrann hafi sjálf verið vöruð við af Seðlabankanum, ásamt öðrum ráðherrum í fyrri ríkisstjórn, um hvert stefndi en á það hafi ekki verið hlustað.

Bendir hann ennfremur á að hagfræðingi og fyrrum forstöðumanni Þjóðhagsstofnunar hefur verið bolað úr ráðuneytisstjórastöðu í forsætisráðuneytinu og þar settur í staðinn lögfræðingur á meðan formanni bankastjórnar er helst fundið til foráttu að vera lögfræðingu.

Seðlabanki Íslands á að vera sjálfstæð stofnun. Ómerkileg vinnubrögð Jóhönnu Sigurðardóttur og pólitískar hreinsanir án rökstuðnings og efnislegra ástæðna er þess eðlis að mikilvægt er að reyna á það sjálfstæði, hvort það sé ekta eða orðin tóm.

mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Málefnalegt? Ég get ekki verið sammála þér um það. Davíð gerist hér enn og einu sinni sekur um hroka og yfirgang. Þjóðin vill losna við hann úr þessu embætti, einnig er gert grín af okkur alþjóðlega fyrir að hann siti enn.

Eggert Hjelm Herbertsson, 8.2.2009 kl. 17:55

2 identicon

Það er nú gott að Davíð fórni sér og vilji vera áfram. Þó berist einhver ómerkileg bréf inn um lúguna þá heldur hann sínu striki. Hef varla séð jafn góðan og málefalegan pistil frá þér.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:07

3 Smámynd: Þórður Vilberg Oddsson

Hittir naglann á höfuðið Stefán !

Þórður Vilberg Oddsson, 8.2.2009 kl. 18:23

4 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Það er á brattan að sækja hjá mærendum Davíðs þessa dagana. Sjálfur tel í samantekt Helga Hjörvars frá því í nóvember í fyrra duga til að setja kallinn af.

Sigurður Ingi Jónsson, 8.2.2009 kl. 18:34

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Er Jóhanna lýðskrumari ?

Var ekki sf stofnuð vegna hatus þessa fólks á DO ?

Var þetta bréf hennar Jóhönnu kanski skrifað á skrifstofu sf ?

Óðinn Þórisson, 8.2.2009 kl. 20:32

6 identicon

Þetta er svo ótrúlega farsakennt, Stefán minn. Að hvaða leyti er þetta málefnalegt og af hverju ertu svona rosalega mikill aðdáandi Davíðs??? Finnst þér ekkert til í því sem aðrir bloggarar hafa bent á, að í stjórnunartíð Davíðs voru nú hroki og yfirgangur hans mun verri ef eitthvað er. Hann skipti sér af ráðningum og brottrekstrum aðila sem honum var vel/illa við. Hvað með Landsbankastjórnina hér í den... hvað hafði Davíð með það að gera?

Af hverju eru þetta talin ómerkileg vinnubrögð hjá Jóhönnu .... þegar Davíð hefur sjálfur margoft stundað þetta???

Af hverju er enginn úr röðum sjálfstæðismanna tilbúinn til að axla ábyrgð á því efnahagshruni sem við lentum í? Jú, Samfylkingin er ekkert heilög og þar eru gallagripir en come on... eru Sjallarnir og fylgismenn þeirra svo ótrúlega blindir, að þeir halda að þeir séu hvítþvegnir og saklausir?

 Nú ertu viðurkenndur sjálfstæðismaður og skiljanlegt að skrif þín séu stórlituð af því viðhorfi ... en ætlarðu að segja mér það að Davíð Oddsson hafi í gegnum tíðina ætíð verið réttsýnn og réttlátur og aldrei stundað hroka og yfirgang eða verið með ómerkileg vinnubrögð?

Það verður gaman að sjá hversu mikil uppstokkun verður í flokknum þínum þegar prófkjörið er búið og hverjir raðast í efstu sæti...

Davíð er þver, frekur og einsýnn ... það er annað hvort hans leið ... eða engin önnur. Davíð þarf að víkja!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 22:03

7 identicon

Ég er sammála því að bréf Davíðs var málefnalegt, ólíkt því sem andstæðingar hans tefla fram. Skítkast og ofsóknir á hendur Davíð styðjast ekki við faglegar röksemdir og verður varla útskýrt nema með einu orði: Hatur. Þetta skítkast segir meira um andstæðinga hans en Davíð sjálfan. Andstæðingar hans saka hann gjarnan um yfirgengilegan hroka. Það er spurning hvar hrokinn liggur. Hver er hrokafullur ef ekki sá sem styðst við dylgjur í stað röksemda? Aðför Jóhönnu Sig. er með ólíkindum gagnvart bankastjórunum þremur. Hvers vegna kom hún ekki málefnalega fram gagnvart þeim eins og Davíð færir rök fyrir? Hvers vegna ætli Hörður Torfason skyldi ekki sjá ástæðu til að mótmæla svo ómálefnalegum aðferðum Jóhönnu? hmmm... Elskar ekki Hörður málefnalegar umræður og góð og gild rök? Er þetta það sem hann kallar hið nýja lýðræði? Ef ástæður fyrir brottrekstri Davíðs eru svo yfirþyrmandi hvers vegna þá allt þetta skítkast og dylgjur í staðinn fyrir málefnaleg rök?
Ég er ekki mærandi Davíðs og hef aldrei átt nein persónuleg samskipti við hann af nokkru tagi - en á hann ekki að njóta sannmælis?

Magnús Jón Hilmarsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 22:06

8 Smámynd: Sveinn Tryggvason

Því miður er aðförin að Seðlabankanum fyrst og fremst forsmekkurinn að þeirri sýndarmennsku sem nú er að verða allsráðandi. Sennilega hefur forsætisráðherra ekki minnstu hugmynd um hvernig vinna eigi í raunverulegum ástæðum efnahagshrunsins og þess vegna er politísri orku og tíma eytt í atriði sem í hinu stóra samhengi skipta engu máli.

Auðvitað er Seðlabankinn rúinn trausti. Samfylkingarráðherrar og ýmsir talsmenn "fólksins" hafa vart talað um annað síðustu misserin.

Sveinn Tryggvason, 8.2.2009 kl. 23:28

9 Smámynd: Stefanía

Það er grátlegt ef framvindan verður sú, að einhverskonar " mótmælendur" eigi eftir að stjórna landinu, en mér sýnist að núverandi ríkisstjórn fari í einu og öllu eftir því sem þeir óska.

Eru þeir kannski verkfæri núverandi ríkisstjórnar ?

Stefanía, 9.2.2009 kl. 02:59

10 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Þó svo að DO skrifi í bréf sitt orð eins og hagfræðingur, bankastjóri, lögfræðingur og eftirlit þá þýðir það ekki að  bréfið hans sé mjög málefnalegt. Það er aftur á móti greinilegt að þú ert einn af þeim Sjálfstæðismönnum sem sér ekki sólina fyrir seðlabankastjóra.

Svo vogar maðurinn sér að segja að þeir sem helst vilji hann burt, hafi ekki fundið nein málefnaleg rök fyrir brottför hans. Er maðurinn gjörsamlega blindur og heyrnarlaus? Veit hann ekki hver staða landsins er? Peningamálastefna Seðlabankans er bein orsök ástandsins sem nú er uppi!

Burtséð frá því, er það deginum ljósara að það mun ekki skapast friður um störf Davíðs í Seðlabankanum fyrr en hann fer frá. Það eitt ætti að nægja honum til að ákveða að stíga til hliðar.

Smári Jökull Jónsson, 9.2.2009 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband