Forsetinn fer langt yfir strikið - embættið í rúst

Ólafur Ragnar Grímsson fór langt yfir strikið með því að tala um málefni Kaupþings í viðtali við þýsku útgáfu Financial Times, burtséð frá því hvað hann sagði. Blaðið stendur reyndar við umfjöllun sína og tekur ekkert mark á yfirlýsingum forsetans um að rangt hafi verið eftir honum haft. Eflaust væri réttast að blaðamaðurinn birti upptökur af viðtalinu svo við fáum að heyra. Mér finnst það eðlilegt næsta skref að allt liggi fyrir og þetta mál sé klárað hreint út en ekki með misvísandi yfirlýsingum forseta og blaðamanns.

Enginn vafi leikur á því að forsetinn er að leggja forsetaembættið í rúst með vanhugsuðum yfirlýsingum sínum og dómgreindarleysi. Þeir tímar eru löngu liðnir að forsetaembættið njóti virðingar og sé sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Á örfáum árum hefur Ólafur Ragnar lagt í rúst gott orðspor þess, einkum frá forsetatíð Kristjáns Eldjárns og Vigdísar Finnbogadóttur, forseta sem risu yfir dægurþrasið og sameinuðu þjóðina jafnt á örlagatímum sem og í hversdagslegum aðstæðum.

Ólafur Ragnar ætti alvarlega að íhuga að segja af sér embætti til að lágmarka skaðann sem hann hefur valdið þjóðinni á alþjóðavettvangi með vanhugsuðu tali sínu.

mbl.is Skapstóri forsetinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað þá með seðlabankastjóra? Ert þú ekki að búa til storm í vatnsglasi núna? Ætli Kastljósviðtalið við Seðlabankastjóra hafi ekki verið okkur dýrkeyptara? Ég á tengdapabba í þýskalandi og get sagt þér að þar voru orð Seðlabankastjóra spiluð aftur og aftur og aftur "Íslendingar ætla ekki að borga skuldir óreiðumanna í útlöndum" trekk í trekk. Þetta var skaðlegt, þetta kostaði alvöru fjárhæðir. Þarna á að byrja afsagnir. Eða hvað finnst þér?

Ég þekki ekki vel til á Englandi en ég geri bara ráð fyrir því að þar hafi sama viðtal verið spilað oftar en einusinni og oftar en tvisvar, sama með öll hin löndin þar sem bankarnir okkar voru með starfsemi. Að maðurinn sem gerist sekur um svona háttalag ásamt öllu hinu skuli sitja áfram, svo ég vitni í mann sem þú átt að þekkja, "slíkt þekkist ekki, hvergi nokkurs staðar!"

Mér þætti gaman að sjá og lesa hugleiðingar þínar um það hvort þessi vanhugsuðu orð hafi skaða ísland á alþjóðavettvangi.

jónas (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 14:59

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Tek undir hvert orð þín Stefán ekki síst þau um afsögnina.

Hann þarf "tilfinningalegt svigrúm" til að gera hjónabandið upp.

Dorrit þreytist ekki síður en við;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.2.2009 kl. 15:08

3 identicon

Það má kannski halda því til haga að ekkert af því sem hann er sagður hafa sagt sagði hann beinlínis. En umfjöllunin er ekki góð. Satt er það

Kristján Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 16:12

4 Smámynd: Landfari

Ég held að Ólafur sé búinn að ganga af forsetaembættinu dauðu. Þætti ekki ólíklegt að meirihluti þjóðarinnar samþykkti nú að leggja það hreinlega niður.

jónas, af hverju ættu Íslendingar að borga skuldir óreiðumanna í útlöndum frekar en skuldir óreiðumanna hér heima. Mér vitanlega stendur það ekki til að greiða af þeim lánum sem útrásrvíkingarnir tóku erlendis. Þeir sem lánuðu þeim eiga bara kröfu í þrotabúin eins og þeir sem lánuðu þeim hérna heima, sem voru aðallega lífeyrissjóðirnir held ég.

Landfari, 11.2.2009 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband