Smekklaus ummæli skólastjórans í Sandgerði

Mér finnst innlegg skólastjórans í Sandgerði í umræðuna um slagsmálin í skólanum, um að gert sé of mikið úr slagsmálunum, varla boðlegt. Það á að vera hennar hlutverk sem skólastjóra að taka á slíkum málum og ekki heldur tala niður umræðuna um ofbeldi í skólanum hennar. Hitt er svo annað mál að það verður að ræða þessi eineltis- og ofbeldismál í skólum landsins heiðarlega og hreint út í stað þess að reyna að þagga umræðuna niður eða gera lítið úr henni.

Skólastjórinn á frekar að tala hreint út um þessi mál og vinna að þeim málum í stað þess að gera lítið úr því að það fari upp á borðið. Þetta er skólabókardæmi um léleg vinnubrögð og röng viðbrögð við alvarlegum vanda.

mbl.is Blóðug slagsmál skóladrengja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Mjöll Jensdóttir

mér fanst bara vanta eithvað stykki i hausinn á þessari konu og af þessu dæmi get eg ekki skilið hvernig hun getur kallast skólaSTJÓRI

Þóra Mjöll Jensdóttir, 2.3.2009 kl. 18:50

2 identicon

Sæll ! Skólastjórinn er alls ekki að tala málið niður, í skólanum er tekið hart og af festu á öllum málum sem upp koma ofbeldi / einelti og unnið eftir Olweusar áætlun. Í þessu tilfelli var þó ekki um einelti að ræða heldur orðaskipti sem fóru úr böndunum með þessum hræðilegu afleiðingum. Þú mátt alveg vita það að það er hart tekið á málum og unnið með þau á þeim vettvangi sem á að gera og það er svo sannarlega ekki í fjölmiðlum. Þetta mál er hræðilegt fyrir alla þá aðila sem í hlut eiga og það þarf að vinna að lausn sem græðir þá alla en særir ekki. Við erum hér að tala um unga drengi sem misstíga sig hrapallega og með ömurlegum afleiðingum, mikið áfall fyrir þá einnig, því þeir hafa örugglega ekki gert sér fulla grein fyrir hugsanlegum afleiðingum. Ég tel að fjölmiðlar sem og bloggarar ættu að gefa skóla- og bæjaryfirvöldum í samráði við foreldra þessara drengja, tækifæri til þess að vinna sem best úr þessum málum án þess að vera með upphrópanir og dóma. Annað til, skólastjórinn er einstaklega hæfur í sínum starfi og hefur örugglega haft í huga, að aðgát skal höfð í nærveru sálar, nokkuð sem aðrir mættu taka sér til fyrirmyndar.

Ragnhildur (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 19:47

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

nákvæmlega - algerlega sammála þér

Birgitta Jónsdóttir, 2.3.2009 kl. 20:01

4 identicon

Já þetta er alveg rétt. Að beina athyglinni að rangri umfjöllun um málið í stað þess að fjalla um alvarleika þess að 14 ára drengur er barinn til óbóta í skólanum er ekki forsvaranlegt. Sem foreldri finnst mér að maður eigi að geta verið öruggur um barnið sitt á meðan það er innan skólaveggjanna.

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 20:48

5 Smámynd: Davíð Þór Kristjánsson

Tekið af visi.is: Boxarinn, í slagtogi við annan félaga sinn, gengu illilega í skrokk á fjórtán ára jafnaldra sínum í grunnskólanum í Sandgerði með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði, fékk heilahristing, missti heyrn á öðru eyra auk þess sem tönn losnaði í gómi hans.

Já Guðmundur við skulum ekkert gagnrýna (rýni til gagns) þetta mál er náttulega blásið upp að þínum mati og við verðum að gæta okkar og hafa aðgát í nærveru árásarmannana......

Davíð Þór Kristjánsson, 2.3.2009 kl. 21:53

6 identicon

Ég ætla að benda ykkur á að fara á 245.is, lesið þar hvað gert hefur verið í málinu. Ummæli ykkar Þóru Mjallar, Erlendar Jóhanns, Guðmundar Egils og Davíðs Þórs dæma sig á mínu mati sjálf. Ég gef lítið fyrir stóryrtar yfirlýsingar ykkar sem og þeirra sem hafa skrifað með þessum hætti. Í grein á vef sem ég hef bent ykkur á hér að ofan ætti málið að skýrast að hluta til, með von um góðan lestur. Takk fyrir mig.

Ari Gylfason (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband