Brösug hjónabandssæla stjórnarflokkanna

Eitthvað virðist vera farið að dofna yfir hjónabandssælu vinstriflokkanna við Framsóknarflokkinn. Nú virðist Framsókn vera farin að sýna vald sitt og mátt, sem varla er furða, við þessar aðstæður sem uppi eru. Engin skilyrði Framsóknar fyrir stuðningi við stjórnina hafa orðið að veruleika þrátt fyrir rúmlega mánuð vinstriflokkanna við völd. Og kannski er komið að því að stjórnin verði tekin úr sambandi.

Annað hvort ná flokkarnir þrír saman um að halda þingi áfram eða blása það af 12. mars. Framsókn hefur það í hendi sér. Það yrði neyðarlegt fyrir stjórnarflokkana ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkur fá saman í gegn tillögu um frestun þingfunda frá 12. mars. En kannski er það sem gerist. Nú reynir á hversu öflug Framsókn verður með sín mál.

mbl.is Fundað um stjórnarsamstarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þessi atburðarás gæti orðið. Mér finnst, að báðir aðilar hafi tekið hvor annan í gíslingu,þ.e.a.s. Framsókn haldi Vg og SF í spennitreyju og öfugt. Sigmunsur Davíð hafi spennt bogann of hátt, er hann bauð Grími og Sollu að verja þau falli.

Þetta kemur brátt í ljós, hvort Framsókn stendur við stóru orðin.

Með góðri kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 3.3.2009 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband