Siv heldur velli í SV - sögulegur kvennasigur

Ég vil óska Siv Friðleifsdóttur innilega til hamingju með glæsilegan sigur í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Sótt var að henni í þessum slag af sitjandi þingmanni úr Suðurkjördæmi en hún hafði sigur, heldur velli og verður áfram ein af forystumönnum Framsóknarflokksins. Hún er eini kjördæmaleiðtogi flokksins úr kosningunum 2007 sem verður í kjöri í þessum alþingiskosningum og hefur lifað af pólitískt hina miklu uppstokkun innan flokksins frá afhroðinu mikla þegar Halldórsarmurinn missti tökin á flokknum. Mikið afrek hjá Siv.

Þetta er reyndar sögulegt prófkjör kynjalega séð, enda í fyrsta skipti svo ég viti til á Íslandi sem konur eru í fimm efstu sætum í slíkri kosningu. Slíkt er eflaust mjög sjaldgæft þó víðar væri leitað. Þarna verða konur fyrir hinum margfræga kynjakvóta og verða tvær þeirra færðar niður fyrir karlmenn. Ég hef aldrei skilið þessa kynjakvóta, enda geta þeir verið tvíeggjað sverð. Mér finnst það eiginlega sorglegt þegar setja þarf slíkar girðingar til að tryggja stöðu kvenna og það á árinu 2009.

mbl.is Siv efst í SV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Held að það hafi verið mikil mistök hjá Framsóknarflokksfólki að kjósa Siv í fyrsta sætið. Fólk vill endurnýjun þ.e. ekki fá það fólk í efstu sætin sem voru við stjórnvölinn þegar (og fyrir) að allt fór fjandans til í þjóðfélaginu.

Katrín Linda Óskarsdóttir, 8.3.2009 kl. 01:42

2 identicon

Vafalaust rétt hjá Katrínu að fólk vill sjá endurnýjun í efstu sætum. xB mun verða vart við það í kosningunum þar sem fleiri taka þátt en bara þeir sem smalað var til prófkjörs.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband