Bjarni leiðir í Kraganum - Ármann fellur af þingi

Merkileg úrslit hjá sjálfstæðismönnum í Kraganum. Nokkrir punktar standa þar upp úr.

- Bjarni fær traust og gott umboð í leiðtogastólinn. Yfirburðastaða hans er augljós í væntanlegu formannskjöri. Eina spurningin er nú hversu afdráttarlausan stuðning hann muni fá.

- Þorgerður Katrín heldur velli í forystusveitinni en tapar leiðtogastólnum til Bjarna - hann fékk 3364 en hún 1361 atkvæði. Staða hennar veikist í samræmi við það og eflaust velta flestir fyrir sér stöðu hennar sem varaformannsefnis að því loknu.

- Ragnheiður Ríkharðsdóttir vinnur mikinn persónulegan sigur með því að ná þriðja sætinu. Hún barðist fyrir því síðast en tapaði og féll niður í sjötta. Sætur sigur fyrir hana.

- Jón Gunnarsson kemur mörgum á óvart með því að halda sínu sæti og verða eini Kópavogsbúinn í öruggu þingsæti með því að fara upp fyrir Ármann Kr. Er það hvalurinn sem réð úrslitum?

- Óli Björn nær traustu sæti. Er hann ekki fyrsti Seltjarnarnesbúinn í væntanlegu þingsæti fyrir flokkinn áratugum saman? Held það. Glæsilegt hjá honum. Ánægður með að fá hann á þing.

- Rósa hefði mátt lenda ofar að mínu mati. Hefur staðið sig vel og stimplað sig inn með setu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.

- Ármann Kr. fær mikinn skell og lendir út af þingi. Spilaði djarft og verður undir, svipað og Ragnheiður R. síðast.

mbl.is Bjarni sigraði í Suðvesturkjördæmi - Rósa náði 6. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðdáunarvert hvernig matreiðslan á fréttunum er hjá þér þegar varaformann Sjálfstæðisflokksins ber á góma. Tapaði Þorgerður fyrsta sætinu eða vann hún annað sætið.. hún bauð sig fram í 1.-2. sæti, ekki satt. Í mínum bókum er hún þá sátt við bæði sæti.

Annað: Erum við ekki komin fram úr þeim málflutningi sem Rósa Guðbjartsdóttir hefur haldið á lofti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Að finna ekki annan flöt á umræðu um fjármál bæjarins en að hnýta í framkvæmd á við Íþróttamiðstöðina á Ásvöllum - framkvæmd sem var samþykkt samhljóða á sínum tíma eftir að dregið hafði verið úr upphaflegum tillögum Sjálfstæðisflokks – þykir mér bera vott um málefnalega fátækt. Kostnaðaráætlanir standast við þessa framkvæmd. Move on! Væri t.d. ágætt að fá svör frá Rósu um það hvað hún hefði gert öðruvísi?

Steinar (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 10:41

2 identicon

Rétt hjá þér - Óli Björn hitti beint í mark !

 Fyrsti væntanlegi þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi frá upphafi !!

 Reyndar furðulegt, því flokkurinn á Seltjarnarnesi hefur í hálfa öld fengið frá 62% til 68% atkvæða í öllum bæjarstjórnakosningum !

 "Gamli" rauði bærinn, Neskaupstaður, fölnar í samanburði !!

 Tókst loksins,- eða sem Rómverjar sögðu.: " Gutta cavat lapidem, consumitur anulus usu" - þ.e. " Þolinmæðin þrautir vinnur allar " !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband