Jóhanna víkur sér undan ábyrgð á hruninu

Mér finnst það frekar ódýrt hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, að reyna að hlaupast undan ábyrgð á bankahruninu, eins og hún gerir með yfirlýsingum sínum í dag. Hún sat í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins og er ein þeirra sem áttu að vera vakandi eftir skýrslu Seðlabankans. Ekki hefur orðið vart við að hún hafi nokkuð gert eða viljað viðurkenna þá ábyrgð sem hún bar sem ráðherra í ríkisstjórn á tímum hrunsins mikla.

Ekki er hægt að skjóta sér undan því þó viðkomandi sé heilög Jóhanna sjálf.

mbl.is Sögðu eitt - gerðu allt annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Þetta er eins og talað út úr mínum munni. Jóhanna hefur aldrei talið sjálfa sig með, þegar hún gagnrýnir fráfarandi ríkisstjórn harðlega fyrir allt mögulegt..... rétt eins og hún hafi hvergi komið nærri neinu. Nú getur það vel verið, en hún sat samt í þessarri stjórn.

Hún má vikilega skammast sín!!!

Lilja G. Bolladóttir, 24.3.2009 kl. 18:43

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það er skiljanlegt ef það er rétt að Geir, Árni og Ingibjörg hafi haldið þessum upplýsingum leyndum fyrir öðrum ráðherrum.   Það er náttúrlega með ólíkindum ef það er sannleikurinn í málinu og ég trúi því ekki fyrr en það verður endanlega staðfest af hlutaðeigandi aðilum.

Guðmundur Pétursson, 24.3.2009 kl. 20:14

3 identicon

Það er greilega kominn kosningaskjálfti í Sjálfstæðismenn miðað við þessa færslu. Þó Jóhanna sé heilög, þá er hún ekki skygn, hún gat ekki vitað um eitthvert minnisblað sem hún hefur aldrei séð né verið sagt frá. Hún bendir einfaldlega á að Davíð hafi gert í buxurnar big time og það hafi Geir, Árni Matt og ingibjörg gert sömuleiðis. En það er ekki hægt að ætlast til að félagsmálaráðherra í fyrri ríkisstjórn hafi haft meiri upplýsingar um málið en sjálfur bankamálaráðherran. En svona morfíusstælar eru farnir að verða ansi hreint leiðinlegir, að reyna henda ryki í augu fólks með þessum hætti. Þú segir að hún hafi átt að vera vakandi, já örugglega, en þó ekki meira en þeir sem voru aðal gerendurnir í fjármálum landsins síðastliðin 18 ár. þegar Samfylkingin vildi fá fj´ramálaráðuneytið þá sögðu Geir og Árni Matt algjört nei við því, þeir treystu engum betur en sjálfum sér til þeirra verka. Það er leiðinlegt hvernig þú ert farinn að breyta þínum færslum eftir því sem nær dregur kosningum. Smjörklýpuaðferðina lærðir þú svo sem hjá læriföður þínum. Það eru margir í röðinni á undan Jóhönnu sem ætti að gagnrýna fyrir handvöm þó svo hún sé ekki hafin yfir gagnrýni. En enn og aftur, þó Jóhanna sé heilög, þá er hún ekki skygn.

Valsól (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 21:48

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Get ekki verið meira sammála þér - það er eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi einn setið í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins - Samfylkingin þykist alsaklaus af öllu saman.

Sigrún Óskars, 24.3.2009 kl. 22:25

5 identicon

Sammála !

Þetta fólk var allt í rikisstjórn ! Það sat sömu fundi, sá sömu skýrslur. ss vissi alveg það sama.

Allir sem sátu í ríkisstjórn eru jafn ábyrgir og sekir um vanrækslu !

ALLIR !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 00:06

6 identicon

Sæll Stefán - ég er ekki sammála þér í þessu máli og tel eins og flestir sem ég hef lesið færslur frá, að ef einhver ráðherra í síðustu ríkisstjórn ber ekki ábyrgð á hruninu, sé það Jóhanna Sigurðardóttir.

Eyþór Örn Óskarsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 00:34

7 identicon

Hvaða ábyrgð öxluðu hinir í ríkisstjórninni...Geir Haarde og Árni Mathiesen til dæmis..þeir hafa aldrei axlað neina ábyrgð á neinu. Gengur það yfir alla sem voru í þessari seinustu ríkisstjórn. En forsætisráðherra er valdamestur, og hann klúðraði þar af leiðandi mest.

Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 05:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband