Særindi Vilhjálms - uppgjörið á landsfundi

Ég skil vel særindi Vilhjálms Egilssonar frá landsfundi þar sem Davíð Oddsson gagnrýndi hann harkalega og sparaði ekki stóru orðin í persónulegu uppgjöri við hann. Mikil og barnaleg einföldun er þó að telja að Davíð Oddsson hafi tapað þessum kosningum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Forystan sem Geir H. Haarde leiddi í flokknum brást algjörlega, ekki aðeins trausti flokksmanna heldur og þjóðarinnar. Sú forysta fékk afgerandi umboð í kosningunum 2007 en glutraði því algjörlega niður.

Eitt get ég svosem sagt um gagnrýni Villa Egils. Davíð gekk of langt í orðavali um Villa og störf endurreisnarnefndarinnar. Uppgjör þeirrar nefndar var mikilvægt, ekki aðeins nú heldur til framtíðar. Þar var fortíðing gerð upp. Það var ekki aðeins nauðsynlegt, heldur lykilatriði til að ná trúverðugleika á komandi árum. En það er aðeins fyrsta skrefið. Mikið og langt verkefni tekur við hjá nýrri forystu að hreinsa til eftir þá forystumenn sem brugðust sjálfstæðismönnum og landsmönnum öllum.

mbl.is Davíð eyðilagði landsfundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem fyrrum kjósandi Sjálfstæðisflokksins í 20 ár get ég staðfest að landsfundur flokksins var gríðarleg vonbrigði, bæði niðurstaðan varðandi ESB en ekki síst ræða Davíðs og VIÐTÖKUR LANDSFUNDAR VIÐ HENNI. Þarna hló, klappaði og stappaði innsti kjarni flokksins fyrir manninum sem bar ábyrgð á því að stjórnin sprakk, á meðan hélt sína ömurlegustu ræðu um ævina, gjörsamlega laus við nokkra auðmýkt. Ég er sammála Vilhjálmi með þetta atriði, en auðvitað gerði styrkjamálið út um málið endanlegal.

Hans (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 10:48

2 identicon

Hluti af vanda Sjálfstæðisflokksins er að hafa ekki hlusta nógu vel á Davíð. Hann stakk upp á þjóðstjórn í haust. Geir hefði betur hlustað á það og hefur viðurkennt það. Davíð var eini maðurinn í flokkknum sem þorði að gagnrýna útrásarvíkinga. Sú staðreynd er stærsta skýringin á herferð Baugsmiðlanna og taglnýtinga á hendur Davíð. Hann er líka eini maðurinn sem vakti athygli á því að það var ekkert verið að gera neit fyrir þjóðina eftir bankahrunið.

Gummi (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband