Vinstristjórnin felur feigðina í sér

Mér finnst mikill feigðarblær yfir þeirri vinstristjórn sem verið er að brasa við að koma á koppinn. Eftir vikulangar viðræður þarf að taka viku til viðbótar að minnsta kosti til að mynda stjórnina. Greinilegt er að mikið gengur á bakvið tjöldin. Hefði allt verið slétt og fellt hefði þetta tekið skamman tíma og verið búið að tilkynna um niðurstöðu og jafnvel ný stjórn tekin við eftir kosningar. Vandræðagangurinn er algjör, sérstaklega þegar reynt er að telja fólki trú um að allt sé í lagi.

Miðað við að vinstriflokkarnir fóru fram í bandalagi er þetta langa vinnuferli við myndun stjórnarinnar talsverð tíðindi og í raun eðlilegt að velta fyrir sér hversu traustar undirstöðurnar eru. Ég sé að sumir reyna að segja að þetta sé ekki óeðlilega langur tími og nefna stjórnarmyndanir síðustu tvo áratugi í sömu andrá. Munurinn er þó sá að nú gengu flokkar bundnir til kosninga, festu sig saman og eiginlega útilokuðu aðra frá því að ganga inn í það samstarf. Þeir fóru fram sem blokk.

Þessi vandræðagangur felur í sig mikil innri mein ríkisstjórnar á vaktinni. Hún er ekki sterk á svellinu. Allar líkur eru á að hún gefist upp fyrr en síðar og kosið verði mjög fljótlega.

mbl.is Ný ríkisstjórn um næstu helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott er að sjá feigðina núna því ekki sáum við eða vildum ekki sjá feigðina í 18 ára stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 19:40

2 identicon

Jóhanna sagði á RÚV að stjórnin ráðgerði að sitja í 4 ár. Er hún ekki með því að segja að ESB sé sett í frost næstu árin? Þarf ekki stjórnarskrárbreytingu og þar með kosningar til að fara þar inn?

Erlingur (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 20:09

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Dagur B. gaf í skin í sjónvarpsfréttum á Stöð 2 í gærkveldi að það hafi ekki verið sátt um ýmislegt í minnihlutastjórninni og þess vegna tæki flokkana tíma til að móta sameiginlega stefnu núna.  Fyrir kosningar sögðu forystumenn flokkanna allt annað, þá var á þeim að heyra að þau væru sammála um næstum allt.

Oddur Halldórsson sveitungi þinn og VG maður bloggar í dag og telur að Sandfylkingin sé að reyna að fiska á öðrum miðum.  Ekki kæmi mér það á óvart.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.5.2009 kl. 20:29

4 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Þetta er nu algjört bull í þer Stefán.Vandinn er mikill eftir vinnubrögð Sjálfstæðismanna ,því þarf að vanda tilverksins.Þessir sjálfstæðismenn þurfa að skyla peningun sem þeir rændu úr bönkunum,það er það allra mynnsta sem þeir verða krafnir um.

Árni Björn Guðjónsson, 3.5.2009 kl. 20:59

5 identicon

Jæja Stefán, kominn úr borginni. Get fullvissað þig um að ekkert feigarflan eða fjörbrot sé á næstunni. Þetta er á mallandi róli og stýrivextir fara lækkandi í vikunni.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 21:46

6 Smámynd: Skúli Víkingsson

Þessar stjórnarmyndunarviðræður hafa staðið síðan í vetur þegar Samfylkingin fór á taugum og efndi til þeirrar stjórnarkreppu sem enn stendur.

Skúli Víkingsson, 3.5.2009 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband