Magnús gjaldþrota - hörð lending auðmanna

Magnús á góðri stundu með forsetahjónunum
Ég undrast ekki að Magnús Þorsteinsson hafi fengið skellinn mikla í Héraðsdómi Norðurlands eystra hér í dag. Lögheimilaflutningarnir og tilraunin til að bjarga sér frá skuldadögunum var ekki sannfærandi og eðlilegt að auðmaðurinn sé tekinn til gjaldþrotaskipta. Þessi harkalegu endalok ættu ekki að koma honum að óvörum.

Mér finnst felast í þessari niðurstöðu að auðmenn geti vænst erfiðra tíma þegar þeir fara fyrir dóm og bú þeirra verða gerð upp síðar meir. Þeir hafa ekki í mörg skjól að venda nú þeir menn sem áður voru fastagestir í kokteil á Bessastöðum.

mbl.is Fallist á gjaldþrotakröfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Oddur Helgi Halldórsson

Ef þú ert duglegur að afla lánsfjár og eyðir á báða bóga og getur svo ekki borgað skuldir þínar ertu þá "auðmaður"? 

Oddur Helgi Halldórsson, 4.5.2009 kl. 22:30

2 Smámynd: Smjerjarmur

Myndin hja þer er goð. 

Annars er Magnus hinn besti maður að minu viti og eg vona að honum reiði ekki illa af i þessu.  Hins vegar var ræðan sem OGR flutti þegar Magnus opnaði frystigeymslur Eimskips i Kina einhvers su hastemmdasta sem hann hefur nokkru sinni flutt.  Eiginlega braðfyndin.

Smjerjarmur, 5.5.2009 kl. 00:02

3 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Þeir verða kanski ekki fastagestir í teboði á bessastöðum,en  þeir verða skemmtiatriðið í annarsskonar einkaboði á litla hrauni

Jóhann Hallgrímsson, 5.5.2009 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband