Á að slíta stjórnmálasambandi við Bretland?



Sumum fannst ég djarfur þegar ég sagði í bloggfærslu 9. október 2008, eftir viðtalið við durtinn Brown á Sky þar sem hann jós skít og skömmum yfir Ísland, að Ísland ætti að slíta stjórnmálasambandi við Bretland. Æ betur sést að það hefðum við átt að gera. Íslensk stjórnvöld áttu að svara fullum hálsi og taka málið föstum tökum frá fyrsta degi í stað þess að lympast niður.

Við höfum með þögn og aðgerðarleysi okkar í alþjóðasamfélaginu, t.d. með því að mótmæla ekki harðlega á leiðtogafundi NATÓ, vanið Bretana á að sparka í okkur án þess að svara í sömu mynt. Ég held að síðar meir verði þetta hik og aðgerðarleysi metið sem mikil og taktísk mistök.

Þegar ein þjóð í NATÓ-samstarfinu beitir annarri hryðjuverkalögum og reynir að sparka henni til helvítis með því að eyðileggja orðspor hennar með vísvitandi hætti á slíkt heima innan NATÓ til umræðu.

Myndbandið af Brown þar sem hann hótar íslensku þjóðinni með því að toga í spotta hjá IMF er grafalvarlegt mál. En það er líka fylgifiskur þess að samfylkingarráðherrarnir hafa ekki þorað að taka slaginn.

Brown veit að hann getur togað í spotta hjá IMF og innan ESB með því að manípúlera aðildarviðræðum við Ísland, þegar af þeim verður, ef hann verður annars enn við völd. Hótunin er augljós.

Nú eigum við að fara að taka til okkar ráða og sparka frá okkur - það sem við áttum að gera í haust. Þessi aumingjabragur stjórnvalda síðan í haust hefur verið okkur nógu fjári dýrkeyptur.

mbl.is Hafa fengið nóg af Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært hjá þér, Stefán - hverju orði sannara.

- Kári

Kári (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 14:04

2 Smámynd: ThoR-E

Þvílíkt og annað eins ...  Gordon Brown er ekki hátt skrifaður í mínum bókum .. það er staðreynd.

Hann segist vera í viðræðum við Aljþjóða gjaldeyrissjóðinn um að fá greitt frá Íslenska ríkinu.

Hvað er hægt að segja við svona löguðu... ?

ThoR-E, 8.5.2009 kl. 14:16

3 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

Godon Bown er kúkurinn í lauginni.

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 8.5.2009 kl. 17:01

4 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

fyrigefðu orðbagðið Stefán minn,en að sjálfsögðu eigum við að slíta stjórnmálasambandi við þetta hryðjuverkaríki.

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 8.5.2009 kl. 17:07

5 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Held ekki að við ættum að loka á samningaleiðir með því að slíta stjórnmálasambandi.  Þær leiðir færast þá yfir til sendiráða nágrannaríkja, sem flest hafa nóg á sinni könnu.

Hins vegar á auðvitað að reka rangfærslurnar öfugar ofan í Brown -jafnóðum.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 8.5.2009 kl. 17:13

6 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Þetta er nú bara sýnishorn af þeirri meðferð sem bíður okkar sem pínulítið ESB ríki með 5 þingmenn af 750

Guðrún Sæmundsdóttir, 8.5.2009 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband