Blaut tuska framan í alla landsmenn

Krónuspá Seðlabankans er ekki aðeins blaut tuska framan í sveitarfélögin, sem standa flest mjög illa, heldur alla landsmenn. Þeir sem tóku áhættu með myntkörfulánum eiga ekki bjarta daga framundan rætist spáin algjörlega. Staða íslenskra sveitarfélaga og fyrirtækja í eigu þeirra er ekki beysin. Gott dæmi er Akureyrarbær og Norðurorka, fyrrum mjólkurkýr bæjarins. Þar er staðan grafalvarleg og ekki von á góðu.

Sveitarfélögin kveinka sér eðlilega og sumir stjórnmálamenn í verri stöðu en aðrir á kosningavetri ef ekki rætist bráðlega eitthvað úr. En allir landsmenn bera þessar byrðar og finna fyrir erfiðri stöðu. Augljóst er að sumarið verður mjög erfitt og ekki von á góðu.

mbl.is „Eins og blaut tuska“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband