Ráðherrum fjölgar - VG svíkur ESB-kosningaloforð

Þvert á allt blaðrið um að fækka ráðherrum hafa vinstriflokkarnir fjölgað ráðherrum í ríkisstjórninni. Þeir verða tólf í stað þess að vera tíu áður. Auðvitað vilja þeir reyna að koma sem flestum fyrir. Ekki er talað um að fækka ráðuneytum um nema eitt, með stofnun atvinnuvegaráðuneytis, svo fast sé en verkefnatilfærslur vissulega á milli ráðuneyta.

Vinstriflokkarnir fara í sama stólaleikinn eins og þeir hafa gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn fyrir. Auðvitað er forsetastóll þingsins notað sem eftirlaunabitlingur fyrir afdankaðan stjórnmálamann í Samfylkingunni. Ásta Ragnheiður, sem var ekki á vaktinni um 1. maí-helgina, er sett þar inn í pólitíska endastöð.

Vinstri grænir kyngja stoltinu og svíkja kosningaloforðin um Evrópusambandið. Þeir selja hugsjónir sínar fyrir völdin. Mun einhver tala um að þetta séu hugsjónamenn hér eftir? Varla.

mbl.is Óbreytt stjórnskipan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu var ekki sagt að þeim yrði svo fækkað úr 12 í 9 á kjörtímabilinu og ráðuneytum yrði fjölgað um 2? Þetta tekur tíma.

Ólöf (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 17:04

2 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Hvers konar bull er þetta í þér,VG hafa ekkert svikið hvað varðar ESB.

Þeir hafa alltaf sagt að þjóðin eygi að fá að skera úr um aðild eða ekki aðild.

Það er greinilegt að þú ert uppalin í Sjálfstæðisflokknum,þar hefur það verið þannig að það sé FLOKKURINN sem ráði.

Það eru margir Marteinn Mosdalarnir í þeim flokki.kv 

þorvaldur Hermannsson, 10.5.2009 kl. 17:30

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ósköp eru þetta nú grunn rök hjá þér Stefán Friðrik og valda mér vonbrigðum. Að telja Vinstri græna hafa haft stöðu til að stöðva aðildarumsókn með því að setja andstöðuna sem úrslitaskilyrði hefði að þínu mati sett þetta mál út af borðinu!

Hefðu V.g. sett hnefann í borðið þá hefði sá flokkur einfaldlega verið settur til hliðar og ekki haft lengur neina aðstöðu til að koma öðrum baráttumálum til skila.

Og þá hefði þinn flokkur gengið glaður til verks með sínum fyrri góðvinum og Samtök atvinnulífsins fengið umyrðalaust kröfur sínar um inngöngu í ESB.

Árni Gunnarsson, 10.5.2009 kl. 18:45

4 Smámynd: Bumba

Skandall, alltaf sama sagan með þetta fólk. Ekkert að marka það sem það segir. Með beztu kveðju.

Bumba, 10.5.2009 kl. 19:53

5 Smámynd: Anna Guðný

Hva, ég átti von á fullt af athugasemdum hérna frá óánægðum VG sem findist þú vera ósanngjarn í þeirra garð. Skildu þeir vita upp á sig skömmina?

Anna Guðný , 10.5.2009 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband