Heilög Jóhanna úti á þekju

Mér fannst álíka áhugavert að horfa á viðtalið við Jóhönnu Sigurðardóttur í Kastljósi og framhaldsþáttinn Lost í kvöld. Ég botna í hvorugu og finnst verst af öllu að efnið er teygt þangað til allir eru svo ringlaðir að þeir botna ekki neitt í neinu. Svörin í Kastljósi voru vélræn - margendurtekið frasablaður án innihalds. Ekkert örlar á framtíðarsýn hjá Jóhönnu. Efast um að þau í stjórninni viti sjálf hvað þau eigi að gera.

Stjórnarsáttmálinn er svo galopinn og tómur að enginn botnar í hver staðan eiginlega sé. Kaflinn um ríkisfjármál er rýr í roðinu og enn verra að þau sem hafa fengið umboð þjóðarinnar til að stjórna virðast ekki geta tekið ákvarðanir og fylgt þeim eftir, né heldur upplýst almenning um hver staðan sé. Fólkið í landinu er engu nær um hvað eigi að gera.

Jóhanna situr á kassanum og vill ekki leyfa fólki að gægjast ofan í hann. Hún tekur fólkið með sér í hringekjuna og treystir á það sé svo ringlað þegar hún hættir að snúast að það spái ekkert í hvað sé að gerast.

mbl.is Skattar svipaðir og 2005-2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég get tekið undir að yfirlýsingarnar voru óljósar...eins og verið hefur áður!

  En ég viðurkenni sjálf að ég kann ekki að vera í stjórnarmeðstöðu...enda hefur xD verið við stjórn í 18 ár og ég kann þetta ekki?

Hvað segir þú Stefán?...á maður að samþykkja allt? Það hefur jú verið hefðin hjá meðstjórnendum xD?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.5.2009 kl. 23:06

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ja, ég skildi meira í 'LOST' ...

Steingrímur Helgason, 11.5.2009 kl. 23:21

3 identicon

Ertu ekki full neikvæður Stefán. Ríkisstjórnina geturðu séð hér nánast út um gluggann þinn. Full ástæða að flagga í dag.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband