Af hverju talar Jóhanna ekki mannamál?

Loðin og furðuleg eru svörin hjá Jóhönnu Sigurðardóttur um skattahækkanir og næstu skref. Fólk er engu nær. Ætli Dagur B. Eggertsson hafi tekið hana í frasaþjálfun? Af hverju talar hún ekki mannamál til þjóðarinnar - segir hreint út hvað eigi að gera í stað þess að fresta því æ ofan í æ. Gegnsæi hvað? Hvar læra forystumenn Samfylkingarinnar þetta frasablaður og þessa fjarlægu tjáningu?

En annars; er ekki augljóst hvað eigi að gerast? Boðaðar eru gríðarlegar skattahækkanir. Talað er um að stjórnin muni ekki auka tekjur ríkissjóðs í gegnum skatta meira en var á árunum 2005 til 2007. Þá ríkti mesta góðæri Íslandssögunnar og mikið peningamagn í umferð. Neyslan var í botni. Samdrátturinn nú er gríðarlegur. Hvernig á að fara að því að halda þessu eins núna.

Auðvitað með því að skattpína þjóðina í botn. En af hverju má ekki segja þetta á mannamáli?

mbl.is Kynna skattahækkun eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, leiðinlegt að hún skyldi fara blanda Geir H Haarde í þetta, það kemur við, greinilega.

Valsól (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 12:56

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Talað er um að stjórnin muni ekki auka tekjur ríkissjóðs í gegnum skatta meira en var á árunum 2005 til 2007. Þá ríkti mesta góðæri Íslandssögunnar og mikið peningamagn í umferð. Neyslan var í botni. Samdrátturinn nú er gríðarlegur. Hvernig á að fara að því að halda þessu eins núna.

Kæri Stefán.  Þegar talað er um skatta á árunum 2005-2007 er verið að tala um hlutfall skatta af þjóðarframleiðslu.

Það má því segja að það sé ansi væg aðgerð að hafa sama hlutfall nú í bullandi kreppu og á tímum góðæris.

Skattpíndi Geir þjóðina í botn á árunum 2005-2007?

Mannamál er gagnlegra ef skilningur fylgir með.

Matthías Ásgeirsson, 12.5.2009 kl. 13:32

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þau hljóta að ætla hækka skatta á 18.000 atvinnulausa svo hægt verði að ná þessu marki.

Ég er sammála þér Stefán, blaðrið, frasarnir, froðusnakkið og lýðskrumið er að verða aðalsmerki Sandfylkingarinnar.  Þau tala mikið en segja ekkert.

Tómas Ibsen Halldórsson, 12.5.2009 kl. 13:49

4 identicon

Þessi ríkisstjórn getur gert svo margt annað til þess að komast til móts við hallann á ríkissjóði heldur en að gera okkur að einhverju kommúnistaríki. Þeir vilja bara hækka skatta og lækka laun endalaust. Hvað er að þeim??!! Esb og lækkun stýrivaxta er málið og semja við eigendur þessara jöklabréfa. Þau geta ekkert gert fyrr en krónan er komin á flot.  Þau verða svo að reyna að einkvæða bankana með hugmyndum eins og ég er með inná síðunni minni í síðustu þremur færslum.

Hjalti Þór Ísleifsson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 13:52

5 identicon

Svona af svipuðum ástæðum og hún getur ekki einu sinni talað ensku. Þetta er vanhæft lið með öllu og það fer um mig hrollur þegar ég sé hvað er framundan.

Að benda svo bara á Geir og segja eins og krakkarnir,,,hann byrjaði !

Vilmundur Árnason (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 14:15

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Ókey, og lausnirnar þínar á afleiðingum á viðskilnaði sjálfstæðisflokksins, og þannig bágu efnahagsástandi okkar eru ?

hilmar jónsson, 12.5.2009 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband