Er Borgarahreyfingin að springa á mettíma?

Aðeins mánuði eftir þingkosningarnar virðist allt komið upp í bál og brand innan Borgarahreyfingarinnar. Lýsingarnar af fundinum í gær gefur til kynna að þetta verði varla langlíf stjórnálasamtök. Enda voru þau stofnuð fyrst og fremst vegna óánægju í samfélaginu. Fulltrúar þeirra í forystunni eru ólíkt fólk með ólíkar lífshugsjónir og hefur fyrst og fremst orðið sammála um að tjá andstöðu við kerfið. Ekki verður mikið vart við ferska nálgun pólitískt og fyrstu áherslumálin gáfu til kynna mun frekar diss á hefðir en vel mótaða stjórnmálastefnu.

Held að það sé ofrausn að halda að þessi hreyfing haldi saman heilt kjörtímabil fyrst að svona er komið eftir fyrsta mánuðinn á Alþingi. Annars finnst mér merkilegt hvað er lítið talað um hversu sóló Þráinn Bertelsson er í þessum félagsskap. Hann var ekki sjáanlegur í bandalaginu með Birgittu, Þór og Margréti í að hunsa messuna, er ekki í stjórn þingflokksins og var ekki ræðumaður í umræðunum um stefnuræðu forsætisráðherra, þó hann sé elstur og þekktastur þingmannanna. Enda heyrast ýmsar sögur um að hann sé frekar einn á báti.

Ætli það sé nokkuð óeðlilegt að búast við því að einn eða fleiri þingmenn Borgarahreyfingarinnar verði komnir í aðra flokka fyrir mitt tímabil, verði það annars svo langt. Fátt bendir til að við séum á heilsteyptu kjörtímabili, að nokkru leyti. Pólitískur stöðugleiki er lítill sem enginn.

Ekki er trúverðugt að Borgarahreyfingin hafi samið sig upp í hjónasængina hjá stjórnarflokkunum. Valdið og áhrifin sem þau fengu með því kompaníi var langt fram yfir kjörfylgi og í raun ekki þeim til sóma. Valdið heillar alltaf jafn mikið.

Ef Borgarahreyfingin ætlar að taka sér stöðu með ríkisstjórninni þegar líður á sumarið mun líftími þeirra verða styttri en margan grunaði fyrir nokkrum vikum. Auk þess virðast innan innanmeinin ansi mikil. Heilindin eru ekki til staðar.

mbl.is Átakafundur hjá Borgarahreyfingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Stefán, ertu viss um að þú sért bjartsýnn, jákvæður og áhugamaður um pólitík? Af pistli þínum að dæma virðist þú fremur vera svartsýnn, neikvæður og áhugamaður um kjaftasögur. Í Borgarahreyfingunni þarf fólk ekki að fara í felur með skoðanir sínar ólíkt ýmsum öðrum stjórnmálaflokkum.

Sigurður Hrellir, 25.5.2009 kl. 14:57

2 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Ég var nú á fundinum en þú virðist vita meira en ég.

Þeir félagar bál og brandur voru sannarlega ekki þarna, það get ég staðfest.

Að fólk hafi skoðanir og að þær séu ekki allar eins er nú varla frétt.

Stormur í vatnsglasi.

Borgarahreyfingin heldur áfram að takast á við raunveruleg vandamál, efnahagsmál íslendinga.

Baldvin Björgvinsson, 25.5.2009 kl. 15:00

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Eins og mér hefur alltaf fundist færslur þínar um stjórnmál vera með því fjarstæðukenndara sem ég hef lesið (og sennilega nýt ég sama álits þín megin frá ) þá ertu að hitta naglann á hausinn hér.

Þingmenn Borgarahreyfingarinnar eru ekki allir a.m.k. í þessu af hugsjónum heldur eiginhagsmunasemi - Loksins komin í feitt - En góðærið þeirra hvílir á herðum þeirra sem unnu vinnuna á bak við tjöldin og fá nú ekkert fyrir sinn snúð. Þingmennirnir berast á (sumir allavega) í fjölmiðlum og núa þannig salti í sár þeirra sem sjá alls engar betrumbætur í farvatninu. Hugsjónafólkið er til staðar, en skyldi það verða undir í glímunni við græðgisliðið? Eins og í sjálfstæðisflokknum...

Rúnar Þór Þórarinsson, 25.5.2009 kl. 15:02

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Þetta eru umræður, opnar og allir eru ekki sammála, og hvað með það?

Hefði það ekki verið ráð að rífast aðeins fyrir opnum tjöldum í sjálfstæðisflokknum frekar en að þumbast í bakherbergjum og þykjast svo voða sammála útávið?

Svo tel ég nú frekar mikið gert úr þessum umræðum, en átök eru fín í sjálfu sér, þannig safna þeir valdamiklu ekki ara að sér JÁ-liði og gera svo bara það sem þeim dettur í hug.....en Þráinn virkar jú vissulega utanveltu hjá okkur það get ég tekið undir hjá þér.

Einhver Ágúst, 25.5.2009 kl. 15:13

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sigurður: Vertu ekki svona einfaldur. Ég skrifa hreint út um stjórnmál. Hef sparkað óhikað í forystumenn innan míns flokks og verið hreinskilinn. Enda er fátt eðlilegra. Pólitík er ekkert andskotans dútl.

Bjarki: Fréttaflutningurinn var ansi hreinskilinn. Kannski ekkert óeðlilegt að heiðarleg skoðanaskipti séu. Enn fjarstæðukenndara að afneita þeim. Það er alltaf heiðarlegt að hafa gagnrýna sýn á eigin flokk og þora að gagnrýna hann en halda fast við hugsjónir sínar. Hreinn heiðarleiki. Annars skil ég vel að þessi 7,7 milljóna tala hafi staðið í sumum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.5.2009 kl. 17:51

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er greynilegt á öllu að þarna fer mjög ósamstilltur hópur - jú ætli flest þetta fólk verði ekki komið annaðhvort í vg eða sf í byrjun haustþings.

Þeir eru núþegar búnir að selja lýðræðið völdunum - þetta er gjaldþrota samtök enda stofnuð til að verða lögð niður - LÍKLEGA á mettíma -

Óðinn Þórisson, 25.5.2009 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband