Af hverju þorir Jóhanna ekki að hitta Dalai Lama?

Mér finnst það algjörlega til skammar fyrir íslensk stjórnvöld að enginn fulltrúi þeirra ætli að hitta Dalai Lama, trúarleiðtoga Tíbeta, í Íslandsför hans. Hvers vegna þorir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ekki að hitta Dalai Lama? Er hún hrædd við kínversku kommana í Kína og einræðisstjórn þeirra eða er hún bara gunga? Hennar vegna vona ég frekar að hún sé gunga, enda er ekki viðeigandi að stjórnvöld sem vilja láta taka sig alvarlega séu eins og sirkusdýr fyrir einræðisstjórn.

Mikill sómi væri fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur að fylgja í fótspor Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem hitti Dalai Lama í Danmerkurför hans. Løkke var djarfur og einbeittur í þessum efnum, rétt eins og forveri hans, Anders Fogh Rasmussen, sem hitti Dalai Lama árið 2003. Mikilvægt er að stjórnvöld tali fyrir mannréttindum bæði í orði og ekki síður verki, séu ekki huglausar gungur.

Ekki er að spyrja að því að forsetinn er flúinn úr landi á fjarlæga íþróttaleika þegar Dalai Lama kemur til Íslands í fyrsta skipti. Er ekki hissa á því enda hefur þessi forseti okkar Íslendinga fyrst og fremst verið að reyna að sleikja kínversku kommastjórnina í Peking og dekstrað þá, bæði tekið á móti Jiang Zemin og Li Peng á Bessastöðum.

En hvað með Steingrím J. Sigfússon? Ætlar hann að láta það spyrjast til sín að hann tali bara fyrir mannréttindum í orði en gufi svo upp eins og gunga þegar á reynir í verki. Hann sem leiðtogi flokks sem hefur skreytt sig með mannréttindaáherslum á tyllistundum ætti að vilja sýna það í verki nú en ekki líta út sem vildarvinur einræðisvalds.

Þögn íslenskra stjórnvalda þegar Dalai Lama kemur til landsins er æpandi hávær. Þetta fólk gengisfellur sig annars með hverjum deginum sem líður frá kosningum og þarf ekki þetta eitt til.

mbl.is Dalai Lama í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Sæll Stefán.

Það er augljóst svar við þessu, ráðamenn þjóðarinnar eru kjark og getulausir aumingjar. Og því miður þá skiptir ekki máli hvað þeir sitja stutt, því stutt verður það, eir koma alltaf til með að eyðileggja alltof mikið.

Kv. Þórólfur

Þórólfur Ingvarsson, 1.6.2009 kl. 01:45

2 Smámynd: Hilmir Arnarson

Ég held það sé nokkuð augljóst, a.m.k. trúi ég því að ráðamenn og forseti vor hitti ekki Dalai Lama vegna þess að Kínastjórn vilji það ekki.

Dalai Lama er ekki einhver.

Hilmir Arnarson, 1.6.2009 kl. 06:25

3 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Sæll Stefán.

Bæði forseti Alþingis og formaður utanríkismálanefndar Alþingis munu hitta Dalai Lama.  Og Alþingi er jú æðsta stofnun þjóðarinnar.

Árni Þór Sigurðsson, 1.6.2009 kl. 09:25

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Einhvern veginn er mér alveg sama hvort stjórnmálamenn mæti þessum mæta manni. Kanski þarna sé verkefni fyrir okkur hin, enda þurfum við líka að læra styrk þessa heiðursmanns. Hvar í flokki sem fólk er. Held að Lama sé líka sama.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.6.2009 kl. 12:48

5 identicon

Sveinn, þú heldur þó ekki að ráðamenn þjóðarinnar hafi setið sveittir yfir skrifborðunum sínum alla Hvítasunnuhelgina, við að "vinna sína vinnu" eins og þú orðar það?

Hvaða máli skiptir hvort að maðurinn sé í kufli eður ei? Mér hefur nú ekki sýnst að bindisklæddu útrásarvíkingarnir hafi gert þjóðinni mikið gott. En fyrir þeim buktuðu þeir sig og beygðu, forseti vor og fyrrverandi forsætisráðherra Davíð Oddsson.

Ég ætla ekki að þræta við þig um trúarbrögð en það vita allir hvaða þrýstingi Kínverjar beita viðskiptaþjóðir sínar.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 13:10

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ætli hún sé ekki hrædd við viðbrögð Kínverja - það er virkilega sorglegt að enginn ráðerra ætli að að hitta hann en kemur mér ekki á óvart -

Óðinn Þórisson, 1.6.2009 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband