Opið hús á Fríkirkjuvegi - hver á Thorshúsið?

Mér finnst nú merkilegast af öllu að opið hús hafi verið á Frírkjuvegi 11 þegar hústökufólkið fór inn í húsið. Er það virkilega svo að eigandi hússins hafi það ólæst svo allir geti farið þangað inn? Hver er með lyklavöld að húsinu? Er það annars innbrot þegar hurðir eru ólæstar? Er enginn að fylgjast með þessu fornfræga og glæsilega húsi?

Önnur áleitin spurning er hver eigi í raun Fríkirkjuveg 11. Björgólfur Thor hefur ekki sést í íslensku þjóðlífi um allnokkuð skeið, ekki síðan hann var í Kompásþættinum sáluga eftir bankahrunið. Hann hefur ekki verið í kastljósinu síðan eða leitast eftir því að leita á sér bera, nema þegar hann var í Cannes.

Ég er ekki einn af þeim sem hef viljað gera Fríkirkjuveg 11 annars að skotspón í deilunum nú. Thor Jensen var einn af mestu brautryðjendum í íslensku atvinnulífi og satt best að segja á minning hans betra skilið en blandast í útrásarkjaftæðið sem tengja má afkomendum hans og tengdu liði í kringum það.

En þetta er annars dagur hinna stóru yfirlýsinga. Þjóðin er skiljanlega búin að fá nóg af Icesave-ruglinu og ætlar ekki að sætta sig við afleitan samning þeirra stjórnmálamanna sem hafa snúist hring í kringum sjálfan sig á mettíma.


mbl.is Ruddust inn í Fríkirkjuveg 11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband