Er vinstristjórnin búin að missa Evu Joly?

Mér finnst það frekar vandræðalegt fyrir vinstristjórnina að Eva Joly sé allt að því búin að flýja frá verkefninu sem henni var falið af þeim fyrir nokkrum mánuðum. Ekki er hægt að kenna öðrum um, enda vinstrimenn verið við völd í landinu síðan í febrúar og með full völd. Var ráðning hennar allan tímann ein sýndarmennska?

Af hverju er svona komið eftir öll fögru orðin um mikilvægi þess að Eva Joly stýri rannsókninni og hafi til þess allt sem þurfi? Er staðan kannski sú að Samfylkingin vill ekkert heiðarlega rannsókn eftir allt saman?

mbl.is Eva Joly íhugar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki ríkisstjórnin sem rannsakarr þetta mál, heldur sérstakur saksóknari sem var skipaður af Birni Bjarnassyni.

Halldór Pálsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 16:14

2 Smámynd: Heidi Strand

Hver reð serstakur saksoknara?

Heidi Strand, 10.6.2009 kl. 16:16

3 identicon

Stjórnvöld bera ábyrgðina enda búin að sýna og sanna að áhuginn er enginn að réttlætið nái fram að ganga.  Enda allir flokkar meira og minna á spena þessa glæpagengis.

 Mætið og mótmælið á Austurvelli kl. 15.00 í dag og á hverjum degi. Enginn annar getur gert það fyrir ykkur og afkomendurna.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 16:18

4 Smámynd: Skríll Lýðsson

við hverju er að búast, eftir tæp 18 ár er embættismannakerfið undirlagt af hægrimönnum og miðjumoðurum sem passa uppá að hún geti ekki unnið þá vinnu sem hún var fengin til. 

Skríll Lýðsson, 10.6.2009 kl. 16:36

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hvað hefur fólk fyrir sér, að Eva ætli að hætta sem ráðgjafi?

Er eitthvað skjalfest til, eða er þetta einhver orðrómur.

Persónulega, man ég ekki eftir öðru, en að Joly hafi boðið ráðgjöf og að benda á aðila, sem hægt væri að leita til. Hún, hafi aldrei boðist til að taka beinlínis að sér þessa rannsókn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.6.2009 kl. 16:44

6 Smámynd: Einhver Ágúst

Nú sýnist mér það vera moggaspin og einhverjar ýkjur að svo sé, en svo er nú sérstakur saksóknari ekki ríkisstjórnin.

En lokaspurningunni þinni skal ég svara játandi fyrir mitt leyti, tel hvorki XD, XS né XB vilja neitt ítarlega rannsókn.

Einhver Ágúst, 10.6.2009 kl. 17:24

7 identicon

Eva Joly vil trúi ég að rannsakað verði í bönkunum í botn kvótabraskið og ef það er rétt hjá mér þá þarf hún að skoða líka milliliðina sem sáu um að færa til kvótann á milli bátanna og peninganna á milli útgerðarinar. Það þarf líka að rannsaka Fiskistofu til að bera þetta svo allt saman. Það voru erlendir aðilar sem lánuðu bönkunum með veði í veiðiheimildum að ég tel og það þarf að rannsaka og bera svo allt dæmið saman við reksraáætlanir sem sýndu að útgerðin gæti borgað þetta sem ég er fullviss um að eru ekki til enda að lána út á þorsktonnið allt að 4.2 milljónir undir lokin á svikamyllunni segir sem segja þarf að´hér um glæp að ræða og það er mjög stór glæpur því miður.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 19:11

8 identicon

Afturámóti er hún fagmanneskja sem kann á kerfiskalla eins og eru hér.  Hún nýtir sér almenning til að þvinga í gegn því sem hún þarf.  Hún hefur talað sérstaklega um þýðingu þess að hafa almenningsálitið með sér til að hafa áhrif á stjórnvöld, og með því að leka málum eins og þessu er hún einfaldlega að leika sinn leik.  Hún benti sérstaklega á að þetta var aðferð Baugsmanna í Baugsmálinu sem ákæruvaldið gætti ekki að sér með að svara að hörku.  Svo fór sem fór, og hún ætlar örugglega ekki falla á því bragði.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 20:10

9 Smámynd: Pétur Steinn Sigurðsson

Stefán ætli þetta sé það sem þeir kalla að hafa allt uppá borðinu??

Góðar stundir.

Pétur Steinn Sigurðsson, 10.6.2009 kl. 21:08

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jújú. Flokkadrættirnir enn til staðar.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.6.2009 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband