Táknrænn gjörningur á Álftanesi

Manninum sem rústaði íbúðarhúsinu sem hann missti til Frjálsa fjárfestingarbankans hefur heldur betur tekist að vekja athygli á sínum aðstæðum, aðstæðum sem fleiri landsmenn eru örugglega í. Eftir að hafa lesið fjölda bloggfærslna þar sem manninum er bæði hrósað og bölvað stendur eftir sú staðreynd að þessi maður hefur opnað umræðu um stöðuna í samfélaginu, bæði til góðs og ills.

Hreinn barnaskapur er að álykta sem svo að maðurinn hafi aðeins sturlast og ekki vitað hvað hann gerði. Þessi táknræni gjörningur rímar við fjölda þeirra sem eiga í erfiðleikum. Margir að missa eignir sínar eða standa ekki undir sínu í skuldafeninu. Með því að rífa húsið á þjóðhátíðardeginum verða skilaboðin enn táknrænni.

Enn merkilegra er að eyðilegging hússins sem maðurinn missti sé aðalfrétt dagsins þegar forsætisráðherrann sem lofaði landsmönnum skjaldborg fyrir heimilin flutti enn eina innihaldslausu ræðuna sína. Voru ekki aðalskilaboðin frá forsætisráðherranum til þjóðarinnar að hún hefur nákvæmlega ekkert að segja?

mbl.is Bankinn fékk ekki lyklana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Gat skeð að þú myndir kenna Jóhönnu um þetta......Jóhanna er vissulega vanhæf/vanmáttug í stöðunni en að spinna þetta sem lóð á vogarskálar FLokksins er nú heldur tækifærissinnað.

En þó er einhver nýr tónn í þessari færslu hjá þér, tónn sem hefur verið að ágerast síðustu mánuði, erum við ekki allir vanmáttugir?

Einhver Ágúst, 18.6.2009 kl. 08:58

2 Smámynd: Anna Margrét Bjarnadóttir

Þú hittir naglann á höfðuðið!

Anna Margrét Bjarnadóttir, 18.6.2009 kl. 09:19

3 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Stefán endilega vísaðu okkur á þá sem hafa hallmælt hvað þá bölvað manninum.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 18.6.2009 kl. 11:06

4 Smámynd: Kolla

Eins og þú svo réttilega bendir á er mjög erfitt að horfa framhjá þeim táknum að maðurinn framkvæmdi þetta á þjóðhátíðardegi okkar, ég var sorglega sammála ágætum vini mínum (barnabarni Alberts Guðmundssonar) að hann flaggaði í hálfa í gær, því ekki er hægt að flagga fyrir sjálfstæði Íslendinga.

En svo má ég til með að benda á annað skemmtilegt listaverk á þessum sömu nótum

 http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/06/15/timbradur_gestur_lysir_eftir_eiganda/ 

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/06/02/leitad_ad_eiganda_myndavelar/

Horfa þarf í táknræn atriði fréttanna

kv. Kolbrún Arnardóttir

Kolla, 18.6.2009 kl. 12:19

5 Smámynd: Magnús Þór Friðriksson

Þessi gjörningur mannsins á Álftanesi var ekki til þess fallinn að leysa úr hans málum, en maður hefur samt ákveðin skilning á athæfi hans. Ég er skíthræddur um að það fari að styttast í "brennur" og alíka atburði þegar lánastofnanir (og þar fer Frjálsi Fjárfestingabankinn fremstur í flokki) henda fjölskyldum miskunarlaust út á götuna.

Vonandi fer uppbyggileg umræða í gang sem leiðir til raunhæfra lausna fyrir fólk í vanda. Ekki virkar það vel að leysa til sín eignir sem eru nánast óseljanlegar í dag (nema á "brunaútsölu"). Nær væri að gera fólki kleyft að borga það sem  það getur og að það fái að halda einhverri reisn.

Magnús Þór Friðriksson, 18.6.2009 kl. 12:49

6 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Ræðan var fyrirsjáanleg - Það er búið að eyðileggja landið og ímynd þess fyrir löngu, Jóhanna hafði ekkert með það að gera og getur ekki "fixað" það frekar en aðrir.

Gaurinn sem reif húsið "sitt" hinsvegar var ekki fyrirsjáanlegur. Endurspeglar það sem marga langar til að gera frekar en að láta bankana hirða húsið sitt eftir að vera búinn að heimta okurvexti og verðbætur árum saman af honum jafnvel, mánaðarlega. Axlabönd og belti gagnast þeim lítið ef fæturnir eru skornir af við mjöðm. Hann notaði gröfu til þess, það er munurinn.

Segi hver það sem hann vill - Þetta var ótrúlega svalt!

Rúnar Þór Þórarinsson, 18.6.2009 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband