Heiðarlegt Icesave-uppgjör Davíðs Oddssonar

Davíð Oddsson tókst heldur betur að stuða með viðtalinu við Agnesi Bragadóttur - sannkölluð pólitísk bomba. Hann gerir þar upp við Icesave-málið traust og flott, er fyrst og fremst að standa vörð um heiður þjóðarinnar, sem sumir misvitrir stjórnmálamenn hafa valið að semja í hendur andstæðinga okkar, þjóðar sem barðist hatrammlega við okkur í þorskastríðum en tapaði alltaf. Ill örlög það.

Davíð Oddsson hefur alltaf talað í fyrirsögnum, á auðvelt með að láta skoðanir sínar í ljósi með áberandi hætti og án þess að vera pópúlisti; hann hefur alltaf staðið og fallið með skoðunum sínum - hatur vinstrimanna á honum hefur lengi þvælst fyrir þeim. Vandséð er hvað hafi breyst í Seðlabankanum síðan Davíð fór.... og reyndar hefur nýráðinn bankastjóri verið einn af arkitektum þeirrar stefnu sem Davíð vann eftir.

Í þessu viðtali sannast hið fornkveðna; Davíð hefur þá náðargáfu að hafa mikla nærveru, sem slíkur getur hann fangað athygli fólks víða að sama hvað hann er að tala um. Þar ræður miklu sterkur húmor hans og frásagnargáfa. Það hefur alltaf verið erfitt fyrir vinstrimenn að sætta sig við að Davíð Oddsson hefur málfrelsi eins og ég og þú - svo og allir aðrir í þessu landi.

Fýlan í Steingrími J. í kvöld gefur til kynna að hann á fá svör við því sem Davíð segir, enda var hann sjálfur á móti samkomulagi um Icesave allt þangað til hann varð kerfiskall í fjármálaráðuneytinu og best buddy Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Aumingja kallinn að vera kominn í þessa hringekju Samfylkingarinnar og vera svo illa áttaður að hann hefur ekkert að segja.

Ég er ánægður með það að Davíð talar hreint út og þorir að segja hlutina á íslensku, en fara ekki í hringekju þeirra sem vilja selja hagsmuni Íslands og heiður fyrir dyrnar til Brussel... en það er einmitt það sem er að gerast nú á vakt Samfylkingarinnar.


mbl.is Geir Haarde: Hann tók því illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já hvar er nú búsáhalda  bumbu berjarar  vinstri flokkana?  afhverju eru ekki mótmæli á Austurvelli núna þegar er verið er.. af landráða-ríkistjórn að hlekkja þjóð og lýð í fjötra?  Hvaða leynimakk er hjá ríkistjórninni...skyldi þó ekki vera að einstaklingar innan hennar séu með  kúlulán hjá bönkunum....sem ekki má fyrir nokra muni komast upp? Hvaða persónulega ávinning hefur ríkistjórn og ráðherrar af þessari Brussel dýrkunn?  jú fá borgað undir borðið fyrir að vera þæg og góð....hvað ætli forsetin á Bessastöðum sé búin að fá í sinn vasa fyrir það að vera örvaroddur  útrásar víkinganna?  Hvað hefur verið greitt í sjóði Samfylkingar og Vinstri Grænna  af  Baugsveldinu fyrir það eitt að halda kjafti og dansa eftir þeirra óskum?  Hvers vegna hurfu 30 miljarðar úr höndum gamla Sambandsins  og Samvinnutrygginga...af hverju tala nýstirnið Sigmundur Davíð ekki um landráðs vinnubrögð Framsóknar....Valgerður varð að meira viðundri í svarai við þessari spurningu í beinni frá Egilstöðum forðum daga....af hverju er ekki talað um styrki og hrossakaup....kúlulán og afskriftir æðstu stjórnenda í bönkunum.....afhverju gerir ekki Sjálfstæðisflokkurinn hreint fyrir sínum dyrum í einkavæðingu bankana?  það þíðir ekki að byðja Framsókn um svoleiðis hluti.....flokkurinn er mynnislaus og man ekki neitt hvað þeir hafa aðhafst.....Höfum við verið að kjósa mafíossa og tilhæfulausa eyginhagsmuna seggi til  setu á alþingi þjóðarinnar undanfarna áratugi?  Eru mentastofnanir þjóðarinnar meðsekar í að innprenta nemendum sýnum klæki og óheiðarleg vinnu brögð í viðskipa geiranum?   Illa settur sérráðin saksóknari  bankahrunsins segir það ekki samræmast íslenskum lögum að hneppa stór-fjársvika menn í varðhald ..eins og menn í USA gera nú...loka þá inni í 150 ár.....nei hér gilda sér-íslensk lög....og Steingrímur strigakjaftur og Jóhanna af örk eru þessu samála....gott og vel....ungur prestur sagði hér í kvöldfréttum á RUV  að fólk væri að örmagnast...skal einhvern furða?  ef þú skuldar afborgun af láni og hefur lennt í vanskylum....er þér refsað grimmt og jafnvel settur inn til að taka út þína refsingu......en ef þú ert röff og stelur og svíkur  bærilega vel ...þá ertu verðlaunaður með afsrift af herlegheitunum...(sér íslensk lög)......hafa landsmenn áttað sig á að eftir að búið er að borga icesafe skuldina koma  ofur skuldir útgerðarinnar...þá verður búið að hirða til Brussel allar auðlyndir og eftir standa skuldirnar sem við fáum að borga líka.....bara 800 miljarða!  hvað er það á milli vina?  Íslendingar ...farið að hugsa og opna ykkur í umræðu...fámenn valdaklýka og vanhæfir stjórnmála menn  ráða hér ekki öllum hlutum og væru best komnir á hafi úti!

geiri (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 02:17

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Já, gott að Davíð á ekki nokkurn þátt í þessu klúðri öllu saman og allt var alveg pottþétt á meðan hans ríkisstjórnir voru við stjórnvölinn. Engin eftirköst - Engir timburmenn - Engin eftirsjá - Engin iðrun - Enginn lærdómur.

Módelið hans var fullkomið. Það voru vondu vinstrimennirnir sem eyðilögðu hið fullkomna og algera hrun.

Þið sjallar eigið ótrúlega margt sameiginlegt með Koresh, Jones og félögum. Sami pakkinn bara.

Rúnar Þór Þórarinsson, 5.7.2009 kl. 05:47

3 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Fór og keypti MBL svo að ég vissi um hvað ég skrifaði ,bjóst við einhverju ægilegri bombu eins og sumir fylgismenn héldu fram en ekkert nýtt kemur fram sem hann hefur ekki áður talað um,spurninginn er enþá sú hverjum ber að trúa,

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 5.7.2009 kl. 09:17

4 identicon

Davíð hefur enn einu sinni kastað skítasprengju af verstu sort - til að ata þá auri sem reyna að þrífa eftir hann.
Hún er dálítið spaugileg (ef hægt er að nota slík orð um þessa sorgarsögu) röksemdarfærslan hans Davíðs. Við eigum ekki að borga IceSave að því að bankakerfið hrundi allt - ekki bara einn banki. Þessu hafa sumir haldið fram. En þá spyr ég - ef að Landsbankinn hefi einn farið á hausinn þá hefðum við auðveldlega getað borgað Icesave - er það ekki!! Það blasir við að IceSave reikningar voru út úr kortinu fyrir okkar hagkefi og skipti þá ENGU máli hvort allir eða bara Landsbankinn hryndu. IceSave var alltaf jafn hrikalegt fyrir okkur.
Þetta voru íslensk mistök hjá íslenskum banka sem starfaði eftir íslenskum lögum undir islensku eftirliti (m.a. Davíðs sjálfs) eins og Gylfi Magnússon benti á.
Þetta er náttúrulega yfirgengilega óábyrgt - fyrst er kefið þanið út. Erlendar eftirlitsstofnanir vara okkur við (m.a. Davíð Oddsson sjálfan - sbr minnisblað hans sjálfs frá því meira en ári). Davið sjálfur segir fjölmiðlum (BBC) að Ísland geti auðveldlega staðið undir innistæðutryggingu (það má hlusta þessi orð Davíðs m.a. hér www.baldurmcqueen.com ). Síðan í kjölfarið er þessum reikningum leyft að þenjast út. Ný útibú opnuð í Hollandi og bindiskylda lækkuð - allt til að leyfa einkavinum í Landsbankanum að fjármagna gjaldþrota skip og setja byrðar á okkur.
Ég held að Davíð hafi enn einu sinni toppað sjálfan sig í ómerkilegheitum.

Magnús (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 11:02

5 identicon

Davíð er sá sem við þurfum okkur til bjargar. Hvorki Jóhanna né Steingrímur hafa dug í sér til þess. Ég vil Davíð aftur, hann er okkar eina von. Við megum ekki afhenda landið okkar í hendur þessara manna. Manna sem hlakkar í því nú geta þeir loks sýnt mátt sinn og megin, nú þykjast þeir brátt geta sagt, íslendingar unnu kannski orrusturnar (þorskastríðin) en við unnum stríðið. Það má ekki verða Jóhanna og Steingrímur!! Fáið Davíð ykkar til aðstoðar og ráðleggingar svo þið seljið ekki land ykkar og þjóð í þrældóm. Og eitt orð til Agnesar Bragadóttur. Agnes þú ert frábær, þú kannt sko að hrista upp í fólki og láta þá skjálfa sem skjálfa eiga.

assa (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 11:12

6 identicon

Davið er gamall sár og sjúkur maður sem á að leita sér aðstoðar

ási (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 12:26

7 identicon

hahaha!!

Þú ert stórkostlegur!!

Árni (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband