Sannfæring þingmanns víkur fyrir formannaræðinu

Eftir allt blaðrið árum saman hjá vinstri grænum um sannfæringu hvers þingmanns er skondið að sjá það skotið í kaf af Steingrími J. þegar þeir hafa einhver völd. Mér finnst það til fyrirmyndar hjá Ásmundi Einari Daðasyni að fara í ræðustól, gera grein fyrir vinnubrögðunum þar sem sannfæring hans átti að víkja vegna þröngra flokkshagsmuna, hinu gamalkunna formannaræði í þinginu, og yfirgefa síðan þingsalinn.

Þetta er traust yfirlýsing og honum til fyrirmyndar. Hann kastar gegnblautri tuskunni beint framan í formann flokksins og fjármálaráðherrann, sem virðist vera að örmagnast, orðinn áttavilltur og pólitískt aumur, væntanlega að fjara pólitískt út í boði Samfylkingarinnar. Ásmundur, sem er nýliði á þingi, gerir þetta flott og þetta er honum til mikils sóma.

mbl.is Hefði þýtt stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sammála þér Stefán.  Ég tek ofan fyrir Ásmundi Einari.

Tómas Ibsen Halldórsson, 10.7.2009 kl. 14:44

2 identicon

Loksins kom EINN SEM ÞORIR, ætli það ÞORI fleiri????????????????????, nei líklega ekki, því þeir eru hræddir við að fórna stólnum sínum, en vita ekki að Ásmundur er líklega að tryggja sér brautargengi, því fólk kann að meta þá sem ÞORA að fylgja sannfæringu sinni.

Biggi (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband