Davíð talar hreint út um Icesave

Búast má við líflegum og góðum þætti um Icesave-málið á Skjá einum í kvöld. Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, náði athygli áhugamanna um stjórnmál með ummælum sínum í Moggaviðtali fyrir rúmri viku og mun eflaust gera það aftur á Skjá einum í kvöld. Þegar hann talar hlusta allir á. Það er bara þannig.

Líst vel á það hjá Sölva og Þorbirni að fá marga gesti og fara heiðarlega yfir þetta mál. Þetta verður eflaust beitt og góð yfirsýn yfir mesta átakamál samtímans, mál sem hefur kallað fram gjá milli þings og þjóðar.

mbl.is Davíð í Málefninu í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Já, ég sá líka alveg ljómandi gott viðtal við mann um daginn (tekið gegnum miðil haustið 1945) sem kvaðst hafa verið uppi í Þýskalandi framundir miðbik tuttugustu aldar og heita Adolf (Hitler eða eitthvað svoleiðis í eftirnafn). Hann sagðist alla tíð hafa séð fyrir að heimstyrjöldin seinni myndi enda með ósköpum og í viðræðum sínum við Göring og Himmler hefði hann sagt á þá leið að "þið getið herjað og eyðilagt allt í Póllandi og Rússlandi en þið hafið ekkert leyfi til þess að eyðileggja Þýskaland kálfarnir ykkar"!

Samt hefði verið látið alveg fáránlega illa við sig og vondir menn hefðu jafn vel sótt að sér með vopnum og reynt að flæma sig útúr einhverju seðlabankalíku vel steyptu byrgi þar sem honum fannst hann eiga svo vel heima og vera þjóð sinni til gagns og sóma þar sem hann sat...

Jón Bragi Sigurðsson, 13.7.2009 kl. 19:24

2 Smámynd: Haraldur Huginn Guðmundsson

Maður sem hafði  aftöku 5 milljónir gyðinga  á samviskunni,kom af stað heimstyrjöld 15 miljónir fórust.50 miljónir Sovétmanna misstu heimili sín og svo framvegis.Er ofarlega í huga sumra.En sem athugasemd við skrifum Stefáns um áhugaverðan þátt,ég sé ekki samhengið

Haraldur Huginn Guðmundsson, 14.7.2009 kl. 12:50

3 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Nei mér dettur nú ekki í hug að líkja gerðum eða aðgerðarleysi DO við það sem Hitler afrekaði.

Ég er bara að benda á fáránleika þess að DO sem setið hefur í æðstu stöðum þjóðfélagsins síðustu 20-30 sé að koma fram og einga ábyrgð þykjast hafa, þvert á móti hafi hann allt vitað, en af einhverjum ástæðum ekki gert nokkurn skapaðan hlut til að koma í veg fyrir þetta hrun. Þvert á móti stóð hann gleiður í brúnni þar til þjóðarskútan brotnaði á skeri...

Þetta var hugsað sem dæmisaga; þessi þvættingur í DO er álíka gáfulegur og ef Hitler hefði komið fram eftir stríð og sagst allt hafa vitað og varað menn við vitleysunni.

Jón Bragi Sigurðsson, 14.7.2009 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband