Davíð snýr aftur í miðju átaka á örlagatímum

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, kom vel fyrir í góðum og ítarlegum viðtalsþætti Sölva og Þorbjörns á Skjá einum í kvöld og fór að vanda yfir stöðuna af víðsýni og þekkingu. Stóru tíðindi viðtalsins eru þau að Davíð útilokar ekki endurkomu í stjórnmál eða virka þátttöku í þjóðmálum.

Undrast það ekki, enda augljóst að hann ætlar sér hlutverk í þjóðmálum, hvort sem það verður með virkri þátttöku í fremstu víglínu eða með því að vera álitsgjafi og tjái sig á netinu eða í fjölmiðlum. Enda eðlilegt að Davíð Oddsson tjái skoðanir sínar. Full þörf á því ef marka má viðbrögðin.

Auðvitað benti Davíð á hið augljósa að ríkisábyrgð hvíldi ekki á bönkunum eftir einkavæðingu þeirra. Hví var farið fram á ríkisábyrgð hafi hún verið til staðar? Svo er undarlegt að þurfi að rífast um réttarríkið og hví mál eigi að reka fyrir íslenskum dómstólum.

Davíð er þannig maður að hann kallar fram miklar tilfinningar og skoðanir meðal þjóðar sinnar. Þetta viðtal er rétt eins og Morgunblaðsviðtalið traust tjáning manns sem var í miðri örlagaríkri atburðarás í sögu þjóðarinnar.

Hann er þó fyrst og fremst að taka slaginn gegn auvirðilegum samningi stjórnvalda, sem hafa meðal annars verið flokkuð sem landráð og svik við þjóðina. Fjöldi fólks finnur sinn traustasta málsvara í Davíð.

Með þennan boðskap í farteskinu og afgerandi tjáningu gegn þessum samningi er eðlilegt að fólk taki afstöðu og virði fyrst og fremst að hann tali þjóðina upp til baráttu gegn illum örlögum.

mbl.is Engin ríkisábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það skiptir ekki máli hvaða tilfinningar Jón og Gunna eða Davíð Oddsson hafa gagnvart Icesave-samningnum. Málið er einfaldlega í vissri stöðu í dag og úr henni verður að vinna. Dómstólaleiðin var reynd - við hunsuðum meira að segja settan gerðardóm. Þetta er milliríkjadeila sem er fyrir löngu komin úr böndunum og leysist ekki nema pólitískt.

Hér eru óhagganleg grundvallaratriði um Icesave sem hverfa ekki - alveg sama hvað menn vilja fara marga hringi í rökræðum: http://gulli.is/2009/06/22/grundvallarpunktar-um-icesave/

Það eru m.a. þessar staðreyndir sem snéru einum mesta andstæðingi Icesave-ábyrgða, Steingrími J.

Guðl. Kr. Jör. (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 00:33

2 identicon

Hver er þá ástæðan fyrir því að ríkið tryggir allar innistæður á  innlendum reikningum. Þú virðist álíta að Davíð sé eitthversskonar frelsari.  Maðurinn sem  gaf glæpamönnunum bankana.  Maðurinn sem gerði seðlabankann gjaldþrota með því að lána þessum sömu glæpamönnum fleiri hundruð milljarða án fullgildra veða,  þrátt fyrir að hann vissi að þeir væru að fara á hausinn.Galdþrot Seðlabanka  Íslands er  meiri baggi á þjóðinni en Icesave Maðurinn sem koim fram  í  breskum fjölmiðlum og mælti með því að Bretar leggju fé sitt inn á Icesave á ábyrgð íslenskra skattgreiðanda

Halldór Pálsson (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 00:38

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Núna er þörf fyrir menn eins og Davíð sem geta talað máli Íslendinga

Sigurður Þórðarson, 14.7.2009 kl. 04:56

4 identicon

Það vakti athygli mína að í viðtalinu gerði Davíð mikið úr þeirri viðleitni Seðlabanka Íslands að koma útibúum Landsbankans á Bretlandi og í Hollandi úr landi. Hvers vegna var bankanum það svo umhugað um þetta ef ríkið bar enga ábyrgð á innistæðum í þessum einkabanka? En ég hef nú aldrei botnað í karlinum, þannig að það er ekki að marka.

Gunnar Halldórsson (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 13:12

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Heyr, heyr Stefán.

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.7.2009 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband