Misheppnuð stjarna reynir við dótturina

Ryan O´Neal hefur nú endanlega náð botninum. Hversu lægra er hægt að sökkva en reyna við dóttur sína í útför sambýliskonunnar Farrah Fawcett. Segist ekki hafa þekkt hana. Vandræðalega pínlegt í meira lagi. Ekki er beint mikill stjörnuljómi yfir áru hans nú miðað við í denn sem leikara og stjörnu í áratugi á vettvangi kvikmyndanna. Margir muna eftir Ryan O´Neal fyrir eigin afrek á meðan sumir muna eftir honum sem sambýlismanni þokkagyðjunnar Farrah Fawcett.

Ryan sló fyrst í gegn í hinni rómantísku vasaklútamynd Love Story árið 1970 - þar fór hann á kostum í hlutverki ferilsins sem Oliver Barrett, sem fellur fyrir Jennifer Cavalleri en missir hana með sorglegum hætti langt fyrir aldur fram. Það er svo sannarlega súrsæt ástarsaga. Var toppur leikferla bæði O´Neal og Ali MacGraw. Myndin varð ein sterkasta mynd ársins 1970, þó sennilega sé hún einum of væmin á að horfa nú var það mynd tilfinninga og krafts.

Persónulega fannst mér O´Neal bestur í hinni sígildu og ómótstæðilegu Paper Moon frá árinu 1973. Þar lék hann á móti dótturinni, Tatum. Mjög sterk mynd og leika feðginin mjög útsmogin feðgin sem leggja saman í púkkið til að hafa í sig og á; hann selur biblíur til grandalausra ekkna í sorg og hún leikur með. Fyndinn pakki.

Tatum fékk óskarsverðlaunin, yngst allra leikara í sögu Óskarsverðlaunanna, fyrir túlkun sína á Addie en pabbinn varð ekki síðri. Myndin hefur frá fyrsta degi verið klassasmíð. Nefna mætti fleiri myndir með O´Neal, en í seinni tíð hefur ferill hans verið mjög lágstemmdur. Það síðasta sem ég man eftir með honum er hlutverk Jerrys Fox í Miss Match og Rodney Scavo í Desperate Housewifes.

En Ryan er heldur betur búinn að klúðra sínum málum. Þetta ævintýralega klúður hans með Tatum er samt örugglega ekki síðasta klúðrið hans, enda margþekktur fyrir að vera hálfmisheppnaður rétt eins og einkasonur hans og Farrah sem situr í fangelsi og fékk leyfi í tvo tíma til að vera við útförina.

mbl.is Ryan reyndi við Tatum í jarðarför Fawcett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða diss er þetta á BARRY LYNDON!!!!!!!???????

Áki Melvin (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband