Vonlaust að stöðva lekann í Kaupþingsmálinu

Auðvitað var vita vonlaust fyrir veruleikafirrta stjórnendur Kaupþings að ætla að stöðva lekann í Kaupþingsmálinu með því að þagga niður í fréttastofunni í Efstaleiti. Vonlaust var að ætla að stöðva umræðuna á veraldarvefnum eftir að lánabókin var opinberuð þar. Nú er kominn tími til að hreinsað verði til í þessum bönkum, nýjir bankastjórar settir yfir þá alla og tekið til.

Bankastjórinn í Kaupþingi núllaði sig út með vinnubrögðum sínum og barnalegum tilraunum til að stöðva umræðuna. Hún er auðvitað alþjóðleg, enda ekki bara bundin við litla Ísland. Þetta er of stórt mál til að vera lókal issue á Íslandi.

Hvernig er það annars... á ekki að fara að taka til í þessu bankakerfi og láta vörslumenn siðlausu tímanna fyrir hrun fjúka?

mbl.is Danir æfir yfir lekanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband