Áfellisdómur yfir ríkisstjórn og Seðlabanka

Álit Hagfræðistofnunar um Icesave-málið er risastór áfellisdómur yfir ríkisstjórninni og Seðlabanka Íslands. Skýrsla Seðlabankans er reyndar alveg hökkuð í spað og kemur í ljós að hún var pólitískt pantað álit fyrir forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann til að reyna að koma þessu Icesave-máli gegnum þingið. Æ betur verður augljós sú staðreynd að Íslendingar munu ekki geta staðið undir skuldbindingum vegna Icesave.

Auðvitað er það rétt hjá Hagfræðistofnun að hér verður fólksflótti að óbreyttu. Þetta er það sama og Eva Joly sagði í góðri grein sinni um helgina.... grein sem varð til þess að hún var rökkuð niður af spunameistara og upplýsingafulltrúa Jóhönnu Sigurðardóttur. Enn hefur forsætisráðherrann ekki komið fram og sett ofan í við aðstoðarmann sinn. Ekki er einu sinni reynt að lágmarka skaðann hjá þessu liði.

Þetta var reyndar vondur dagur fyrir þessa arfaslöku vinstristjórn, sem virðist endanlega að spila út. Fyrir utan að vinnubrögð Jóhönnu og Steingríms eru tætt niður lið fyrir lið í skýrslunni ræður viðskiptaráðherrann sér aðstoðarmann úr Landsbanka Björgólfsfeðga sem hjalaði útrásartóninn allt þar til hrundi yfir hann og félagsmálaráðherrann staðfestir loks að skjaldborgin fyrir almenning er engin.

Þetta er ekki beysið. Þessi vinstristjórn er að fjara út hraðar en jafnvel svartsýnustu menn spáðu fyrirfram.


mbl.is Mesta hættan fólksflótti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já, Stefán. Auðvitað stæði það þeim næst, sem komu okkur í þessa stöðu, þ.e. sjálfstæðis og framsóknarflokkurinn, skammstafað, Dabbi & Dóri, að draga okkur upp úr feninu. Við það ættu þeir að vinna kauplaust næstu árin.  Þeir undirbjuggu jarðveginn fyrir fjárglæframennina og hvöttu þá áfram fram á síðustu stundu.  Það er eiginlega gráthlægilegt að heyra  sjálfstæðismenn skammast út í þá sem eru að reyna að moka eftir þá flórinn.  Væri ég í þeirra stöðu myndi ég láta sem minnst fyrir mér fara.

Þórir Kjartansson, 5.8.2009 kl. 16:41

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er bara tímaspursmál hvenær þessi gagnslausa vinstristjórn fellur.

Óðinn Þórisson, 5.8.2009 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband