Aðför að lögreglu - haldið uppi lögum og reglu

Eftir aðfarir félaga í Saving Iceland til mótmælabaráttu, sérstaklega á Austurlandi, síðustu ár trúi ég mátulega þeim boðskap sem þaðan kemur. Lögreglan vinnur bara sína vinnu við að taka á þeim vanda sem fylgir mótmælaaðferðum þeirra. Við hverju er annars að búast af lögreglunni gagnvart þeim sem streitist á móti handtöku. Eiga þeir bara að fá að fara? Varla.

Lögreglan hefur skyldum að gegna - hún þarf að halda uppi lögum og reglum í þessu landi. Ef brotið er af sér verður það hlutverk lögreglunnar að taka á því. Ef harka færist í leikinn verður lögreglan að beita þeim vörnum sem hún hefur yfir að ráða. Lögreglan verður að hafa svigrúm til að sinna sínumv verkum.

Ég get ekki betur séð á þessu máli og fleirum tengdum Saving Iceland en lögreglan sé að sinna sínum skyldum. Ekkert samfélag á eða getur sætt sig við að opinberir starfsmenn séu ekki verndaðir til að sinna sínum störfum.


mbl.is Saving Iceland: Rógburður lögreglu og lygar fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því ber auðvitað að fagna þegar fólk fær vinnu við sitt helsta áhugamál. Ef ekkert svigrúm, eða jafnvel lífsrúm er fyrir hendi er sjálfsagt að skapa það.

Kentill (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband