Stórþjóðahroki og þekkingarleysi Önnu Sibert

Ekki fannst mér grein Önnu Sibert viturlegt innlegg í íslenska þjóðmálaumræðu eða góð skilaboð til Íslendinga. Stórþjóðahroki er mjög áberandi í orðavali og greiningu hennar á vandamálum Íslands. Ekki mun hún fá marga til að taka stöðu með ESB-aðild með þessum skrifum. Auk þess finnst mér hún skrifa af lítilli yfirsýn um málin.

Hún nefnir ekki viðskiptaráðherra eða utanríkisráðherra Samfylkingarinnar (sem voru áberandi í aðdraganda og eftirmála hrunsins) í upptalningu yfir þá sem hún telur bera ábyrgð auk þess sem hún nefnir Davíð Oddsson einan sem fulltrúa Seðlabankans. Ekki er það heiðarlegt mat.

Voru ekki tveir hagfræðingar á vaktinni með Davíð? Hvað með aðalhagfræðing bankans sem nú er orðinn aðstoðarbankastjóri Seðlabankans? Hver er ábyrgð þeirra á vandanum að mati Önnu Sibert. Hún virðist þekkja lítið eða illa til fyrst hún skrifar með þessum hætti.

Stóra niðurstaða greinar Önnu Sibert er sú að við höfum verið of smá til að geta haldið velli og við séum of smá í heimsmyndinni. Svona stórþjóðahroki á ekki að vera vel fallinn til vinsælda á Íslandi, þó eflaust sé Samfylkingin ánægð með þessi skrif.

mbl.is Segir Davíð hafa skort sérfræðiþekkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband