Jóhanna vaknar af þyrnirósablundi....

Eftir rúmlega hálft ár á forsætisráðherrastóli hefur Jóhanna Sigurðardóttir loksins gert eitthvað af viti... talar máli Íslands á alþjóðavettvangi í fjölmiðlum og reynir að standa sig í stykkinu. Jóhanna hefur verið ósýnilegasti forsætisráðherra lýðveldissögunnar síðan Björn Þórðarson gegndi embættinu - varla látið sjá sig í fjölmiðlum og þaðan af síður talað við erlendu pressuna. Sögusagnir um að hún væri mállaus í erlendum tungumálum fengu byr undir báða vængi þegar hún fór ekki á NATÓ-fundinn og hélt blaðamannafund með aðstoð Ellenar Ingvadóttur, túlks, á kjördag 25. apríl.

Seint og um síðir lætur hún sjá sig á þeim vettvangi þar sem tala þarf máli Íslands... taka slaginn og reyna að berja í brestina... leiða þessa þjóð og stappa stálinu í hana - með því að tala við erlendu pressuna og taka á vandanum. Þessi vandi er ekki bara á innanlandsvettvangi Jóhönnu heldur úti í hinum stóra heimi. Það þurfti Evu Joly til að þessi ósýnilegi forsætisráðherra vaknaði og færi að standa sig að einhverju leyti.

Reyndar eru sumir sem segja að Jóhanna hætti brátt í stjórnmálum og nýr yfirformaður taki við völdum í Samfylkingunni af henni og valdamesta stjórnmálamanni landsins, baktjaldamakkaranum Össuri Skarphéðinssyni, Raspútín sjálfum. Gott er að vita að enn er hægt að rita erlent mál í Stjórnarráðinu og tala til pressunnar... þó við séum með forsætisráðherra sem hefur ekki séð ástæðu til þess mánuðum saman.

Þetta hefur verið dýr bið eftir einhverri forystu en vonandi hefur þetta eitthvað að segja - til betri vegar fyrir íslensku þjóðina.


mbl.is Jóhanna á vef Financial Times
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

RASPÚTíN!

Einar B. (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 20:41

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Oft er sagt betra seint en aldrei,það er svo gott að kúra þott þjóðinn öskri á mig segir Jóka.

Jón Sveinsson, 13.8.2009 kl. 20:43

3 Smámynd: Hörður Einarsson

Samkvæmt mínu tímatali, þá ætti hún að sofa í svona u.þ.b 35 ár í viðbót.

Hörður Einarsson, 13.8.2009 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband