Forsetinn af baki dottinn öðru sinni

Eflaust er það nokkur kaldhæðni að forseti Íslands falli af hestbaki öðru sinni á innan við áratug... nú bar þó svo við að ekkert slúðurblað náði myndum af atvikinu. Ekki fær forsetinn heldur flugferð til Reykjavíkur eins og þá... væntanlega frekar vegna minni meiðsla en sparnaðar.

Hollráðið er eflaust annað hvort að finna sér annað sport eða fara varlega. Vonandi nær forsetinn sér vel af þessu, svo hann verði sýnilegri, en lítið hefur farið fyrir honum að undanförnu þrátt fyrir að utanlandsferðum hans hafi fækkað.

mbl.is Ólafur Ragnar slasaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

'Eg hélt að þú værir skynsamari en þetta Stefán.  Maður má vera verulega skertur til að fatta ekki undirtóninn í skrifum þínum.  Þó svo að ég sé ekki Ólafs maður þá ber manni að muna það að þetta er forseti Íslands og hann er líðræðislega kjörinn og manni ber að sína embættinu virðingu.   Allavegna gerir maður ekki háð að fólki þegar það slasast, sama hver á í hlut.   Og svona í lokin mér sýnist meirihluti stjórnmálamanna hafa dottið úr hnakknum, og ekki er það lítið sem það kostar þjóðinna, sennilega meira en það mundi kosta að hafa þyrlu á eftir forsetanum í hvert skipti sem hann færi á hestbak.

Magnus (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 06:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband