Samfylking og VG taka alla ábyrgð á Icesave

Engin breið samstaða náðist um Icesave þegar það var samþykkt á Alþingi í morgun. Stjórnarflokkarnir bera fulla ábyrgð á þeim samningi sem skrifað var undir og eðlilegt að þeir beri hana á komandi árum. Því er ekki óeðlilegt að stjórnarandstaðan hafi greitt atkvæði gegn samningnum eða setið hjá. Sú ríkisstjórn sem gerði óásættanlegan samning hafði ekki þingmeirihluta á bakvið sig í málinu í upphafi og varð að berjast við þá andstöðu frekar en við stjórnarandstöðuna.

Upphaflega átti að koma þessum "glæsilega samningi" Svavars Gestssonar í gegnum þingið nær óséðum og leynd aflétt ekki fyrr en vafinn varð áberandi í herbúðum vinstri grænna. Andstaða fjölda þingmanna þar við samninginn varð til þess að lengja ferlið og tryggja þá fyrirvara sem lagt var drög að. Alls óvíst er hvað Bretar og Hollendingar segja við þeim, þó þeir hafi verið geirnegldir. Ljóst er altént að þeir verða að taka afstöðu til þeirra - þeir fá sent gagntilboð frá Alþingi.

Ríkisstjórnin ber hina endanlegu ábyrgð. Henni mistókst að tryggja þverpólitíska samstöðu við Icesave... málið er á ábyrgð þeirra þingmanna sem samþykktu frumvarpið, allra þingmanna stjórnarflokkanna, aðrir taka hana ekki á sig. Ekkert óeðlilegt svosem.

mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Stefán, með hjásetu sinni tók Sjálfstæðisflokkurinn þátt í ábyrgðinni á Icesave með ríkisstjórninni.  Annað en NEI var óásættanlegt, Sjálfstæðisflokkurinn brást þjóðinni.  Þetta segir fyrrum dyggur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins.

Ég hefði aldrei trúað því að ég ætti eftir að segja þetta, en nú sný ég mér að Framsóknarflokknum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 28.8.2009 kl. 11:55

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Við og Börnin og barnabörnin erum í vondum málum !!!!,við eigum ekki að borga skuldir óreiðumanna/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 28.8.2009 kl. 13:26

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

en hitt er þó slæmt að okkar menn gátu eigi tekið afstöðu í þessu máli. í þessu máli var já eða nei einu valkostirnir. að sitja hjá var ekki í boði.

Fannar frá Rifi, 28.8.2009 kl. 14:36

4 identicon

Það er öllum skítsama um Svavar Gestsson.

Icesave er reikningurinn fyrir kúlulána og sukkveislu Sjálfstæðisflokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn og kjósendur hans eiga því að borga reikninginn.
 
Það á að skilgreina Sjálfstæðisflokkinn sem hryðjuverka og glæpasamtök og banna starfsemi hans á Íslandi.
Allar eignir FLokksins verði gerðar upptækar til að borga Icesave.
Forystumenn FLokksins verði dæmdir fyrir landráð og settir í fangelsi fyrir lífstíð.

Það ólánsfólk sem hefur verið blekkt til að kjósa FLokkinn verði sett í endurhæfingu og endurmenntun til að verða að nýtum samfélagsþegnum. 

RagnarA (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband