Nær Eimskip að verða hundrað ára?

Eitt af því allra ömurlegasta í sukkaðri hringrás viðskiptalífsins var hvernig rótgróin traust fyrirtæki voru sogin inn að merg uns nær ekkert var eftir nema nafnið eitt. Gott dæmi um þetta er Eimskip sem hefur riðað til falls síðustu mánuði eftir ævintýralega atburðarás í útrásarvitleysunni, skýjaborginni miklu sem var algjörlega innistæðulaust.

Eimskip var forðum daga fornt veldi í íslenskri viðskiptasögu - Björgólfsfeðgar "keyptu" fyrirtækið fyrir sex árum í ævintýralegum viðskiptum. Allir vita hvað hefur gerst síðan. Sú saga er vel þekkt og óþarfi að rekja það. En flestir vita þó að viðskiptahættir í Eimskipum og fleiri traustum fyrirtækjum hafa gert að verkum að reynt er að stofna nýjar kennitölur til að halda áfram.

Þegar Eimskip var stofnað árið 1914 var það kallað óskabarn þjóðarinnar. Mikill ævintýraljómi hefur verið yfir velgengni þess - merkileg saga er að baki. Hverjum hefði dottið í hug þegar Hörður Sigurgestsson lét af forstjórastarfi í Eimskip fyrir tæpum áratug að árið 2009 yrði jafnvel ævintýrið mikla úti. Hörður skilaði mjög góðu búi þegar hann lét af störfum.

Ljóst er að margt hefur farið á verri veg og öllu hefur verið sólundað í tóma vitleysu. Strandar óskabarn þjóðarinnar á tíunda áratug starfsaldarinnar eða nær það að halda upp á aldarafmælið árið 2014? Mun kennitöluflakkið kannski halda óskabarninu ungu og fersku til ársins 2014?


mbl.is Nafni Eimskips verði breytt í A1988
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrirsögnin er náttúrulega villandi, það er ekki nafn Eimskips sem á að breyta í A1988 heldur er það nafn Hf Eimskipafélags Íslands sem á að breytast.

Eimskip (Eimskip Ísland ehf) heldur nafninu áfram en A1988 týnist í gjaldþroti.

Sigvaldi Eggertsson (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 12:39

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

 Stefán. Gamla Eimskip er löngu dautt fyrirbæri. Núverandi félag, sem ber Eimskipafélagsnafnið, er leifar af einhverju sem einu sinni var Atlanta. A1988 er væntanlega tenging til Atlanta og stofnárið 1988.

Þú verður að átta þig á því tryggilega að hér er ekki á ferðinni gamla "óskabarnið", sem gengið var frá og lagt niður fyrir árabili síðan.

Hér er á ferðinni Flugfélagið Atlanta, stofnað við eldhúsborðið hjá Arngrími og þáverandi frú Þóru í febrúar árið 1988.

Friðrik Þór Guðmundsson, 1.9.2009 kl. 13:10

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Auðvitað veit ég það að gömlu merkin og gömlu kennitölurnar eru löngu horfnar. Það kemur fram í pistlinum þegar ég tala um kennitöluflakk. Hélt að Friðrik og aðrir hér myndu nú átta sig á því. Gamla sagan er löngu gufuð upp í kennitöluflakki.

En Eimskip er samt hið gamla óskabarn þjóðarinnar... svo lengi sem nafnið Eimskip er til lifir óskabarnið, með eða án kennitöluflakks.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.9.2009 kl. 12:08

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Komið sæl.

Eimskip, þ.e.a.s. óskabarn þjóðarinnar svonerfnda, getur aldrei orðið 100 ára þar sem það var lagt niður. 

Björgólfur lagði niður óskabarn þjóðarinnar með formlegum hætti á sínum tíma, þ.e.a.s. það félag sem var stofnað 1914. Eigur þess runnu síðan ínn í annað eins og finna má í fyritækjaskránni hjá RSK. Þannig er þetta ekki óskabarn þjóðarinnar svonefnt. Þetta er hann sagður hafa gert í hefndarskyni vegna Hafskipamálsins hans þar sem hann var sakfelldur fyrir ýmis lögbrot, en kenndi Eimskip um síðar.

660288-1049Hlutafélagið Eimskipafélag Íslands
Avion Group hf, Flugfélagið Atlanta hf, Flugfélagið Atlanta ehf
  
Rek.árNafnSkiladagsetningNr. ársreiknings
2008Hlutafélagið Eimskipafélag ÍslandsÁrsreikningi ekki skilað
2007Hlutafélagið Eimskipafélag Íslands9. apríl 200873421SR
2006Hlutafélagið Eimskipafélag Íslands12. febrúar 200887220AR
2005Avion Group hf14. febrúar 200794958AR
2004Avion Group hf2. febrúar 200698057SR
2003Avion Group hf1. nóvember 2004140365AR
2002Flugfélagið Atlanta hf17. nóvember 2003811451 
2001Flugfélagið Atlanta hf21. nóvember 2002710286 
2000Flugfélagið Atlanta hf23. nóvember 2001607318 
1999Flugfélagið Atlanta ehf27. nóvember 2000507634 
1998Flugfélagið Atlanta ehf22. desember 1999408390 
1997Flugfélagið Atlanta ehf9. desember 1998306217 
1996Flugfélagið Atlanta ehf16. október 1997204895 
1995Flugfélagið Atlanta hf16. október 1997105366

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.9.2009 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband