Björgvin G. tekur slaginn gegn nafnlausu níði

Ég er sammála Björgvini G. Sigurðssyni, fyrrverandi viðskiptaráðherra, um nafnlaus skrif á netinu. Fyrir löngu er kominn tími til að talað sé opinskátt um þá aumingja sem geta ekki staðið við ómerkileg skrif með nafni sínu og vilja spila sig mjög merkilega undir nafnleyndinni - ganga alltof langt. Þeir eru margir svörtu sauðirnir í bloggsamfélagi Íslands, eins og annarsstaðar sennilega í samfélaginu, sem koma óorði á skrif á netinu.

Fjarri er að allir nafnleysingjar bloggi ómerkilega, sumir þeirra vanda sig mjög vel og geta notað nafnleyndina heiðarlega og vega ekki að öðrum úr launsátri. En þeir sem það gera eyðileggja fyrir öllum hinum með ómerkilegum skrifum sínum. Þeir sem geta skrifað af ábyrgð, sýnt allavega lágmarks virðingu, þó oft séu ekki allir sammála um grunnatriði lífsins, verða alltaf miklu traustari í sinni tjáningu.

Fjarri er að ég sé stuðningsmaður Björgvins né heldur hafi verið sáttur við öll verk hans á ráðherrastóli. En skrif hans um nafnlaus skrif eru góð - mikilvægt að þau séu hugleidd vel.

mbl.is Björgvin G.: „Ný vídd í nafnlausu níði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

"Fátt er svo með öllu illt að ey boði gott"/segir máltækið/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.9.2009 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband