Saddam Hussein líflátinn í dögun

Saddam Hussein Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks, verður líflátinn í dögun. Hann hefur nú verið færður í varðhald íröksku ríkisstjórnarinnar frá bandarískum yfirvöldum, þar sem hann hefur verið í haldi í þrjú ár, og bíður þar aftöku sinnar. Saddam Hussein, sem ríkti í Írak á árunum 1979-2003, var dæmdur til dauða þann 5. nóvember sl. en áfrýjaði dómnum. Á öðrum degi jóla var áfrýjuninni vísað frá og dauðadómurinn endanlega staðfestur og ljóst að hann yrði tekinn af lífi innan 30 daga.

Síðasti sólarhringurinn á litríkri ævi einræðisherrans Saddams Husseins er því runninn upp. Það væri efni í langan pistil að fara yfir ævi þessa forna leiðtoga Baath-flokksins. Ekki er allt fagurt í þeirri valdasögu, eins og flestir vita. Ef marka má síðustu skilaboð hans til umheimsins í jarðneskri tilveru mun Saddam líta nú á sig sem píslarvott fyrir stuðningsmenn sína nú við endalok ævi sinnar. Væntanlega mun dauði hans leiða til gríðarlegra átaka og sviptinga af harðari tagi en við höfum séð í Írak frá falli stjórnar Saddams.

Saddam Hussein var dýrkaður sem Guð væri í hugum stuðningsmanna hans í einræðissamfélagi hans í áratugi. Það verður fróðlegt að sjá hvaða stall hann fær eftir morgundaginn, eftir að hann hefur sagt skilið við þennan heim.

mbl.is Gengið frá öllum pappírum vegna aftöku Saddams
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Já, heyrðu. Nú kemur karlinn að hliðinu Gullna! Ætli hann fái ekki inngöngu? Jú, það hlýtur að vera...

Sveinn Hjörtur , 29.12.2006 kl. 21:24

2 identicon

Regin mistök að lífláta manngarminn að mínu mati. Slíkt mun aðeins hafa frekari átök og harðneskju í för með sér líkt og þú skrifar með réttu. Álit stuðningsmanna hans mun líklega ekki breytast, nema þá til að efla fyrri dýrkun.

Fjölmiðlum greinir þó aðeins um "smáatriðin". Samkvæmt fréttastofu Reuters hefur Saddam ekki verið framseldur til Írans enn, og verður aðeins þegar "hann gengur að gálganum". Þá er líka mögulegt að aftökunni verði ekki fullnægt fyrr en að hátíðinni lokinni (Eid al-Adha), þ. e. 6. janúar.

Spyrjum að leikslokum. 

Sigurður Axel Hannesson (IP-tala skráð) 29.12.2006 kl. 21:27

3 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Jamm, munurinn á leiðtogum (eftir á) felst einkum í því hvort þeir sigra eða tapa. Vae victis, eins og Rómverjar sögðu.

Það væri efni í langan pistil að fara yfir ævi núverandi Bandaríkjaforseta. Ekki er allt fagurt í þeirri valdasögu, eins og flestir vita. George W. Bush er dýrkaður sem Guð væri í hugum stuðningsmanna hans. Það verður fróðlegt að sjá hvaða stall hann fær eftir að hann hefur sagt skilið við þennan heim.

Bush (með stuðningi hinna viljugu og auðsveipu hunda sinna í mörgum löndum) hefur valdið þjáningum og dauða margfalt fleira fólks en Sadddam. En hann er sigurvegarinn, Saddam tapaði, og þess vegna verður hann hengdur án dóms og laga, en ekki Bush.

A.m.k. ekki strax. Sagan kennir okkur, að valt er veraldargengið. Hetja í dag, skúrkur á morgun.

Hlynur Þór Magnússon, 29.12.2006 kl. 21:52

4 Smámynd: Agný

Mér finnst það bara veruleg kaldhæðni að bandarísk stjórnvöld skuli í rauninni að vera að lífláta manngarminn sem var þeirra stærsta stoð og stytta þegar Iran og USA vore enemies... Jamm..Bush og co rembast við það með vopnavaldi að vera boðberar lýðræðis ..ekki síst til annarra landa ...Fuss og svei... þeim væri sko nær að reyta arfann í eigin garði áður en þeir hanna garð nágrannans.. Þvílík fokking hræsni... Ekki nema von að þeir leituðu logandi ljósi að efnavopnu sem öðrum bombum hjá saddam..ekki sniðugt að fá eina slíka í annan hvorn endann sem væri merkt "made in USA"...

Agný, 29.12.2006 kl. 22:48

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, það eru vissulega tímamót Inga að ævi Saddams sé að ljúka. Það verður fróðlegt að sjá stöðuna þegar að hans nýtur ekki lengur við. Umræðan mun breytast og fróðleast með hvaða hætti.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.12.2006 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband