Davíð og Haraldur ritstjórar Morgunblaðsins

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Haraldur Johannessen, ritstjóri Viðskiptablaðsins, hafa nú verið ráðnir ritstjórar Morgunblaðsins. Ekki er óvarlegt að hugleiða hvort Mogginn og Viðskiptablaðið verði sameinuð eður ei. Ráðningin markar endurkomu Davíðs í þjóðmálaumræðunni en í Hádegismóum fær hann eitt voldugasta plássið til skrifta. Væntanlega verða leiðaraskrifin úr Hádegismóum lesin með mun meiri áhuga en lengi áður.

Með þessum tilfærslum fylgja miklar uppsagnir. Þar fjúka margir af reyndustu starfsmönnum Morgunblaðsins í bland við þá sem hafa verið um skemmri tíma. Þetta eru umfangsmestu uppstokkanir á íslensku dagblaði árum saman. Það er greinilega verið að búa til nýtt blað í Hádegismóum með nýjum formerkjum.

mbl.is Uppsagnir hjá Árvakri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá segi ég upp áskriftinni , eftir 45 ár .Það verður ekkert prentfrelsi , ef svona er komið . Getur hann Davíð bara ekki farið að taka lífinu með ró ?Einusinni dáðist ég að honum . En það er liðin tíð .

Þetta er valdafíkn .

Kristín (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 13:05

2 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Og sérðu bara jákvæð teikn í þessu?

Eiríkur Sjóberg, 24.9.2009 kl. 13:16

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður bíður bara Davíð velkomin að Mogganum,/en finn til þess að þurfa að segja upp þessi ágæta starfsfólki/Vonandi að baðið bara batni meira,það gerir ekkert til þó svo vanti Sunnudagblað og Mánudag,þetta vonandi verðu bara gottog vona að bloggið verði áfram ,þau tjáskipti eru af hinu góða/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 24.9.2009 kl. 16:25

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

BESTU BLOGARAR MBL.IS ERU AÐ HÆTTA HVERJIR AF ÖÐRUM...ÁN ÞESS AÐ MÆLAST UM ÞAÐ FYRIRFRAM!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.9.2009 kl. 04:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband