Pólitísk upplausn - vinstristjórn á brauðfótum

Upplausnarblær er yfir íslenskum stjórnmálum á þessum degi. Vinstristjórnin er á algjörum brauðfótum og stendur mjög illa. Ögmundur er maður að meiri að fara - sætta sig ekki við hvað sem er. Hann er hugsjónamaður sem getur borið höfuðið hátt að standa og falla með sannfæringu sinni. Jóhanna hefur greinilega látið sverfa til stáls.

Ummæli hennar í gær um að hún hefði fengið nóg báru þess merki að hún væri að tukta til vinstri græna, til að sætta sig við Icesave-breytingar án alvöru þinglegrar meðferðar. Ögmundur gerir rétt að sætta sig ekki við það. Svo verður að ráðast hvort aðrir hafa bein í nefinu.

mbl.is Var ekki að fórna sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband