Ögmundur grefur undan Steingrími J.

Ólgan og óeiningin hjá vinstri grænum er meiri en svo að úr verði leyst með einhverjum samningafundum Steingríms J. Sigfússonar í Istanbúl. Klofningurinn er orðinn staðreynd og vandséð hvernig settlað verði í þeim átökum. Friðurinn var úti aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Steingrímur J. hélt til Istanbúl - hvernig ætli honum hafi liðið þegar Ögmundur tjáði sig við BBC, örfáum klukkutímum eftir að hann hélt úr landi.

Síðar hefur verið kynt undir með yfirlýsingum þeirra sem standa nærri Ögmundi í þessum væringum í flokknum. VG lítur út sem klofinn flokkur. Ríkisstjórnin stendur ekki traustum fótum. Engu líkara en við völd sé minnihlutastjórn varin af Ögmundi og stuðningsmönnum hans. Þar verði kippt í spotta í hverju stórmáli - Steingrímur J. hefur örlög stjórnarinnar í höndum Ögmundar.

Eftir að hann fór úr stjórninni hefur hann spilað sig djarft og gefur í frekar en hitt. Í kvöld segir Ögmundur í samtali við vísi að Sigmundur Davíð hafi átt ræðu kvöldsins í þinginu. Er hægt að tala skýrar? Hvað verður eftir af stjórninni þegar Steingrímur kemur heim? Þarf hann ekki að semja við Ögmund um næstu skref sín?

Hvernig getur stjórnin setið áfram án þess að Ögmundarhópurinn hafi öll tromp á hendi? Er Steingrímur J. til í þann dans?


mbl.is Hétu öll stuðningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Gunnari Helga Kristinssyni var stillt upp í RUV og látinn segja að Ögmundur haldi stjórninni í gíslingu. Þetta er fjarstæða því að Ögmundur bjargaði stjórninni með afsögn sinni. Að öðrum kosti ætlaði Jóhanna að segja af sér.

Menn taki eftir að RUV hefur ekki ennþá fjallað um viðtal BBC við Ögmund. Þeir sem ráð RUV eru með veruleg og óþolandi inngrip í umræðuna.

Uppgjörið bíður eftir heimkomu Steingríms, en þá verðu líka látið sverfa til stáls. Mér þykir líklegt að stjórnin falli um nærstu helgi.

Það eru flestir sammál, að Sigmundur Davíð hafi borið af í umræðunum. Það hefur því enga sérstaka merkingu að Ögmundur skuli segja það líka.

Loftur Altice Þorsteinsson, 6.10.2009 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband