PR-sýndarmennska Jóhönnu

Yfirlýsing Jóhönnu um afsökunarbeiðni til þjóðarinnar kemur seint og um síðir, er góð og blessuð fyrir margra hluta sakir, en lyktar af PR-sýndarmennsku hjá ríkisstjórn sem komin er af fótum fram. Enn sitja þrír ráðherrar í ríkisstjórn sem voru á vaktinni fyrir ári þegar allt hrundi, þar af bæði forsætisráðherrann Jóhanna og utanríkisráðherrann Össur, tveir af valdamestu ráðherrum landsins. Fram af þessu hafa þau ekki viljað taka ábyrgð af setu í ríkisstjórn á þessum tíma. Þau geta ekki flúið hana.

Samfylkingin hefur nú setið í þremur ríkisstjórnum frá árinu 2007 og sat í stjórn í tæpt eitt og hálft ár áður en kom að hruninu og hafði viðskiptaráðuneytið og yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins á sinni könnu. Hún flýr því ekki ábyrgðina svo glatt. Kannski er ágætt að þetta fólk biðjist afsökunar, nógu lengi hefur það aðeins viljað kenna öðrum um það sem aflaga fór.

mbl.is Biður þjóðina afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband