Skýrslu rannsóknarnefndar seinkað

Seinkun á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eru nokkur vonbrigði. Ég tel að margir hafi beðið spenntir eftir uppgjörinu um næstu mánaðarmót og séð þá dagsetningu sem ljóstýru í því mikla myrkri sem er yfir íslensku samfélagi um þessar mundir. Fjölmargir binda miklar vonir við skýrsluna og niðurstöðu í rannsókn saksóknarans sem þáttaskil í þessu máli.

Eftir heilt ár frá hruninu hefur lítið breyst. Upprifjun á atburðarás októberdaganna fyrir hrunið 2008 í þætti Þóru Arnórsdóttur kallar enn frekar fram þá tilfinningu að við séum í algjöru tómi, ekkert hafi gerst. Enda er engu líkara en við séum komin í kvikmyndina Groundhog Day með Bill Murray þar sem hann upplifir sama daginn aftur og aftur.

Vonandi er þessi seinkun ekki merki um annað en nefndin þurfi meiri tíma. Seinkunin gerir að verkum að biðin verður enn lengri og væntingarnar verða enn meiri. Vonandi verður þessi bið einhvers virði. Þjóðin þarf á uppgjörinu mikla að halda.


mbl.is Rannsóknarskýrslu seinkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband