Ætlar Kaupþing að senda þjóðinni fingurinn?

Sú staðreynd að Finnur Sveinbjörnsson geti ekki neitað hreint út skuldaafskriftum til 1998 ehf gefur til kynna að það sé mjög líklegt. Kaupþing sendir þjóðinni fingurinn muni skuldir Jóns Ásgeirs og fjölskyldu verða afskrifaðar í stórum stíl. Slíkt yrði til skammar og hlýtur að vekja grimmdarhug í samfélaginu, þar sem ekkert hefur breyst frá hruni.

Vinnubrögðin í bönkunum vekja spurningar um hvort við höfum virkilega ekkert komist áleiðis á þessu ári - kosningar og rannsókn mála hafi ekki skilað sér í bankana. Breytingin er ekki sjáanleg - yfirlýsingar af því tagi sem Finnur Sveinbjörnsson kemur með vekja aðeins þann illa grun að við séum á sama reit og þegar allt hrundi.

Eitt er þó ljóst: þjóðinni verður misboðið ef á að bjóða upp á þau málalok að Jón Ásgeir haldi 60% eignarhluta í Högum og bankinn taki 40% - skuldunum verði svo skutlað mishratt af borðinu og öllu haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Annars átti Spaugstofan góðan leik um helgina með gríni sínu um félagsmálaráðherrann sem skutlaði skuldaklyfjum Jóns Ásgeirs yfir á strípaðan meðaljóninn með hókus pókus aðferðum. JÁJ stóð eftir fínpússaður og glansandi.

Kaldhæðnin náði þó hámarki þegar gert var grín af Hamrinum og þar kominn skyggni strákurinn sem spurði Jón Ásgeir sem sat úti í haga hvað hafi orðið um skuldirnar sem hann hafði verið með.

mbl.is Tugmilljarða afskriftir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Stefán það er ekki bara þetta mál sem vekur reiði fólks ef það fer eins og þú gefur í skyn - horfðu á afskriftirnar sem virðasr eiga sér stað allt í kringum okkur.  Það er verið að verðaluna fólk fyrir slæleg vinnubrögð út um allt, og allt er þetta í boði þeirra er fara með og farið hafa með ferðina í landinu. Það virðist vera í lagi að afskrifa á alla nema þá sem aftasta á merinni sitja. Þeir skulu greiða sitt. Fólk sem ser búið að spila öllu frá sér á að fá að reka fyrirtæki sín áfram - það á sem sagt að hjakka í sama farinu áfram - ég get ekki ímyndað mér að nokkrir aðrir en þeir sem eiga hlut að máli séu ánægðir með þá málamiðlun.  - Ég veit ekki orðið hverslags þjóðfélag þetta er sem að við búum í.

Gísli Foster Hjartarson, 2.11.2009 kl. 09:13

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Þú meinar vonandi: "ENN og AFTUR sendir Kaupþing þjóðinni & erlendum fjárfestum fingurinn...!"

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 2.11.2009 kl. 11:09

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, þetta er auðvitað bara eitt dæmi Gísli. En þau eru mjög mörg. Það er eitt ljóst að ekkert hefur breyst í þessu samfélagi og verst af öllu er að gegnsæið er ekkert. Þetta eru skelfileg vinnubrögð. Þöggunin er algjör hjá vinstristjórninni. Ekki verður vart við ný pólitísk vinnubrögð eða breytingar. Orðin tóm.

Alveg rétt Jakob.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.11.2009 kl. 17:06

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Byltingin dugði ekki næst kemur stríð það er þrautalendingin hjá okkur ef ekki verður snögg breyting á þessum gjörningum sem eiga sér stað innan bankana.

Sigurður Haraldsson, 3.11.2009 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband