Viðbjóðsleg vinnubrögð

Vinnubrögð Kaupþingsfélaganna í jarðakaupunum á Mýrum eru lýsandi dæmi um sukkið og svínaríið á góðæristímanum - kúlulánin og óráðsíuna. Langt var gengið til að slá sér upp á hinu og þessu, en allt var þetta innihaldslaust kjaftæði á annarra kostnað.

Þetta þarf svosem ekki að koma á óvart, eftir allt annað sem á undan er gengið, en er einn kaflinn í viðbót í þessa tragedíu þegar við héldum að hægt væri að eignast heiminn á lánum - eignast allt út á verðlausa pappíra. Allir fylgdu með í ruglinu.

Sumir kalla þetta gamla Ísland og það sem reynt er að byggja núna nýja Ísland. Innst inni vil ég hafa þetta hinsegin. Ég vil gamla Ísland aftur, Ísland þar sem unnið var heiðarlega í viðskiptum og kærleikurinn skipti einhverju máli.

Að mörgu leyti var sukktíminn nýji tíminn, tíminn þar sem allir tóku snúning og misstu fótanna í taumlausri græðgi og vemmulegu partýi þar sem allt var til sölu og hægt að kaupa hvern sem er.

Verst af öllu er að fáir voru heilsteyptir til að taka ekki þátt í þessu rugli, of margir létu spila með sig. Þetta er versta staðreyndin af þeim öllum nú. En við lærum vonandi af þessu okkar lexíu!

mbl.is Skulda milljarð út á jarðakaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Því miður lærðum við ekki nóg sukkið og svínaríið viðgengst enn menn virðast ekki ætla að læra eða skammast sín.

Sigurður Haraldsson, 7.11.2009 kl. 18:21

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Hvaða gamla Ísland kæri Stefán Friðrik? Óráðsía, spilling, valdhroki og fleiri lestir hafa fylgt þessu landi frá upphafi byggðar. Ég sé hvergi heiðarleika eða kærleika í viðskiptum "gamla" daga sem þú ert að tala um? Hvernig var þetta á Sturlungaöld þegar höfðingjarnir skiptu á milli sín landinu? Hvernig var þetta þegar síðari tíma höfðingjar og jafnvel prestar kúguðu almúgann (líklega danskurinn líka). Seinna "áttu" útvegsbændur heilu sjávarplássin. Hvað með Kolkrabbann (og sumir segja SÍS). Nei minn kæri. Þótt einhverjar undantekingar eigi sér stað held ég að það hafi aldrei verið einhvað sérstakt viðskiptasiðferði hér á landi. Það eru einnig afar litlar líkur í ljósi forsögunnar (og brenglaðs viðskipasiðferðis-DNA-mengis sem greinilega hefur gengið í erfðir) hér á landi að breytingar verði á til batnaðar.

Guðmundur St Ragnarsson, 7.11.2009 kl. 21:14

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

margt þessa fólks hefur svo fengið arðgreiðslur sem það heldur þó svo að þessi ansk lán á sérhlutafélög séu nú handónýt - gárungarnir segja td að ÞKG og KA hafi fengið um 250 millur bara í arðgreiðslur

Jón Snæbjörnsson, 7.11.2009 kl. 22:07

4 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Góður

Birgir Viðar Halldórsson, 8.11.2009 kl. 09:31

5 identicon

Maður er aðeins að verða langeygur eftir því að menn láti það sjást í verki að eitthvað hafi lærst.

Bankinn hlýtur að afskrifa eitthvað af þessu fyrir þá og hjálpa þeim að vera forráðamenn þarna áfram. Þeir eru jú eftirsóknarverðir jarðareigendur og einstaklega góðir búmenn.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 10:59

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Tek undir þetta með þér Stefán - viðbjóðurinn sem veltur undan hverjum steini er orðinn óþolandi og lítið lát virðist á - Sama hvort þú villt kalla þetta gamla eða nýja Íslandi þá er það kannski ekki aðalmálið en það að hin sönnu gildi heiðarleika og kærleiks fái aftur að líta dagsljósið á öllum vígstöðvum. Held að við séum nú flest öll sammála um það.

Gísli Foster Hjartarson, 8.11.2009 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband